Fréttir

Taekwondo | 15. mars 2014

Nánar um Íslandsmót

Hér eru frekari upplýsingar um Íslandsmótið í bardaga sem fram fer á Selfossi þann 23. mars næstkomandi. 

Keppnisstaður er IÐA við Fjölbrautarskóla Selfoss (http://ja.is/kort/?q=Iða+íþróttahús,+Tryggvagötu+25&x=402033&y=382498&z=8&type=map).

Húsið opnar kl. 08:00 um morguninn og keppni hefst stundvíslega kl. 10:00.

Vigtun verður í íþróttahúsinu á Selfossi OG hjá Ármanni í Laugardag í Reykjavík á milli kl. 10:00 og 14:00 laugardaginn 22. mars. Geti iðkendur ekki mætt á þeim tíma er þeim heimilt að vigta sig áður en keppni hefst á sunnudegi, en falli þeir á vigt missa þeir keppnisrétt sinn á mótinu. Skekkjumörk vigtunar eru 200g hjá körlum og 400g hjá konum.