Metmæting og biðlisti
Eftir miklar kynningar og auglýsingar að undanförnu hafa öll aðsóknarmet taekwondo deildar Keflavíkur verið slegin. Allir barnaflokkar eru fullir og þarf deildin að taka það ráð að skrá á biðlista. Ekki er hægt að koma fleiri nýjum iðkendum að fyrir haustönn, en næst verður tekið við nýjum iðkendum í janúar.
Til að skrá á biðlista þarf að gefa fram fullt nafn og kennitölu iðkanda. Einnig þarf að fá nafn og símanúmer forráðarmanns. Hægt er að skrá iðkanda með því að fylla út skráningarmiða sem fæst hjá kennara, eða með því að senda upplýsingar um iðkanda á netfangið helgiflex@gmail.com
Til að eiga öruggt sæti á haustönn þarf að ganga frá fullri skráningu og greiðslu fyrir alla iðkendur. Eftir föstudagsæfnguna hafa allir hópar klárað prufutímabil sitt og er ætlast til að forráðarmenn fylli út skráningarmiða fyrir barn sitt og greiði æfingagjöld eftir það. Iðkendur sem eru í Frístundarskólanum þurfa að taka það fram ef það hefur ekki þegar verið gert.
Eftir síðustu viku náði Keflavík þeim góða árangri að vera stærsta taekwondo deildin á Íslandi í dag. Með mikilli vinnu og dugnaði iðkenda, foreldra, þjálfara, stjórnarmeðlima og alla aðstandenda náum við vonandi að halda því þannig og verða jafnframt sterkasta deildin á landinu
.