Fréttir

Taekwondo | 22. ágúst 2009

Kynningaræfingar 10-11 sept

10-11 september verða kynningaræfingar fyrir eftirfarandi aldurshópa. Kynningaræfingarnar eru hugsaðar fyrir þá sem vilja próf að æfa. Eftir þessar tvær æfingar verður skipt í byrjendahópa eftir mætingu, því er mikilvægt að allir sem vilji prófa að æfa taekwondo skrái sig og kíkji á þessar æfingar. Verð er 2000kr og gengur það upp í æfingagjöld hjá þeim sem byrja að æfa.

Kennarar verða Helgi Rafn Guðmundsson og Rut Sigurðardóttir, bæði 2.gráðu svart belti í taekwondo.

Skráning er hafin á helgiflex@gmail.com

ATH! Hingað til hafa allir flokkar hjá félaginu verið fullir, því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst ef þið viljið prófa að æfa. Æft er báða daganna. 

Allar æfingar fara fram í nýrri glæsilegri aðstöðu í íþróttahúsinu á Ásbrú (Vallarheiði)

Eftir æfingu á föstudeginum er hægt að skrá sig í innritun og greiða æfingagjöld.

Taekwondo fim/föstudag 10/11 .

6-7 ára    kl 15:30-16:30

8-12 ára  kl 16:30-18:00

13+           kl 18-19:30

30+          kl  19:30-20:30