Kynningar í Holtaskóla
Í vikunni verða kynningar á taekwondo í íþróttatímum í Holtaskóla. Í dag fékk öflugur hópur nemenda stutta kynningu á íþróttinni.
Helgi Rafn Guðmundsson sá um kynningarnar og honum til aðstoðar var Ástrós Brynjarsdóttir íþróttamaður Reykjanesbæjar og nemandi í Holtaskóla.
Kynningar sem þessar eru mjög skemmtilegar þar sem margir nemendur sem ekki hafa prófað taekwondo fá færi á því á skólatíma. Helgi sem er einmitt íþróttafræðingur og íþróttakennari að mennt fer með svona kynningar í skólana reglulega til að breiða út íþróttinni.
Æfingar sem byrjendur geta mætt á
6-7 ára mán, mið og fimt kl 16:10
8-9 ára mán og mið kl 17 , þrið og föst kl 16:10
10-12 ára mán og mið kl 18, þrið og föst kl 16:10
13 + mán og mið kl 19 (hraðferð) eða kl 20 (byrjendanámskeið farið rólega)
30+ mán og mið kl 20 (byrjendanámskeið farið rólega)
Smellið hér til að sjá æfingatöflu.
Hér má sjá myndir af hópunum.