Fréttir

Taekwondo | 30. desember 2013

Kristmundur og Ástrós eru íþróttafólk Keflavíkur 2013

Kristmundur Gíslason og Ástrós Brynjarsdóttir úr taekwondo deild Keflavíkur voru valin íþróttakarl og íþróttakona íþróttafélagsins Keflavíkur. Keflavík er eitt stærsta íþróttafélag landsins með yfir 2.000 iðkendur, 8 deildir og meira en 200 íslandsmeistaratitla. Það er því mikill heiður fyrir okkar taekwondo deildina að hafa á sínum snærum þá sem aðalstjórn Keflvíkur telur vera þessa fulltrúa félagsins. Í fyrsta sinn var valið bæði íþróttakarl og íþróttakonu félagsins, en hingað til hefur verið valið óháð kyni.

 

Árangur Kristmundar á árinu

Kristmundur var valinn taekwondo maður Íslands af ÍSÍ fyrir árið 2012. Hann er einn virkasti og
 
efnilegasta keppandi þjóðarinnar. Hann hefur tekið þátt í stórmótum eins og EM og HM með góðum 
 
árangri. Kristmundur sigraði stórt alþjóðlegt mót á fyrsta árinu sínu í fullorðinsflokki, en Kristmundur 
 
er nýorðinn 18 ára gamall. Þrátt fyrir það þá hefur hann lengi keppt við fullorðna með góðum árangri. 
 
Kristmundur þjálfar einnig hjá Keflavík og Grindavík þar sem hann miðlar reynslu sinni til yngri 
 
kynslóða. Kristmundur hefur tekið stakkaskiptum sem íþróttamaður á síðustu misserum, en hann 
 
hefur helgað sig líferni íþróttamannsins og uppsker eftir því. Hann hefur bætt styrk, hraða, úthald og 
 
líkamsástand svo um munar og finna andstæðingar hans undandtekninglaust fyrir því í hvert sinn sem 
 
hann stígur á keppnisgólfið.
 
Árangur á árinu
 
Bikarmót 2 – Gull í bardaga
 
Bikarmót 1 – Gull í bardaga
 
Íslandsmót í bardaga – gull í +78kg flokki
 
Íslandsmót í bardaga – sigraði liðakeppnina
 
Íslandsmót í tækni – sigraði liðakeppnina
 
Millenium Open – Brons í -87kg
 
EM -21 – Tók þátt
 
Scottish Open – Gull í bardaga
 
Scottish Open – Brons í einstaklingstækni
 
Scottish Open – Silfur í hópatækni

 

 

Árangur Ástrósar á árinu 

Ástrós Brynjarsdóttir var valin taekwondo kona Íslands árið 2012. Hún hefur sýnt fram á langtum besta 
 
árangur sem nokkur íslensk taekwondo kona hefur náð á einu ári frá upphafi. Á árinu 2013 var hún 
 
valin besta keppandinn á öllum bikarmótunum sem voru haldin, á Íslandsmótinu í tækni og á Reykjavik 
 
international games sem er alþjóðlegt mót. Ástrós varð Norðurlandameistari á árinu, en hún keppni 
 
auk þess á tvennum Evrópumótum og þremur alþjóðlegum mótum. Ástrós er mikið efni og hefur sýnt 
 
ótrúlegan vilja og bætingar á árinu. Hún hefur æft með Ólympíukeppendum og heimsklasa þjálfurum, 
 
vakið athygli fyrir góða tækni hvar sem hún fer og sigrað hvert mótið á fætur öðrum. Það er augljóst að 
 
hér er á ferðinni ein efnilegasta íþróttakona landsins. 
 
Árangur ársins 2013
 
Reykjavik International games – Gull í bardaga
 
Reykjavik International games – Gull í paratækni
 
Reykjavik International games – Gull í hópatækni
 
Reykjavik International games – Silfur í einstaklingstækni
 
Reykjavik International games – Valin besti kvenkeppandi leikanna í taekwondo
 
Bikarmót 2 – Gull í bardaga
 
Bikarmót 2 – Gull í einstaklingstækni
 
Bikarmót 2 – Valin besti keppandi kvenna í tækni
 
Bikarmót 2 Valin besti keppandi kvenna í samanlögðum árangri
 
Evrópumót í tækni einstaklings – 9. Sæti
 
Evrópumót í tækni para – 10. Sæti
 
Spanish Open í einstaklingstækni – 7. Sæti
 
Spanish Open í paratækni – 4. Sæti
 
Íslandsmót í bardaga – Gull í -47 kg flokki
 
Íslandsmót í bardaga – Sigraði liðakeppnina fullorðna
 
Bikarmót 3 – Gull í bardaga
 
Bikarmót 3 - Gull í tækni
 
Bikarmót 3 – Besti keppandi kvenna í tækni
 
Bikarmót 3 - Besti keppandi kvenna í samanlögðum árangri
 
Norðurlandamót – Gull í bardaga
 
Norðurlandamót - Silfur í tækni
 
Landsmót UMFÍ – Gull í tækni
 
Evrópumót í bardaga – 5. sæti af 27 keppendum, tapaði naumlega fyrir stúlkunni sem varð í 2. Sæti
 
Íslandsmót í tækni – Gull í einstaklingstækni svört belti
 
Íslandsmót í tækni – Gull í paratækni fullorðna svört belti
 
Íslandsmót í tækni – Gull í hópatækni fullorðna svört belti
 
Íslandsmót í tækni – Valin keppandi mótsins hjá konum 
 
Íslandsmót í tækni – vann liðakeppnina
 
Scottish Open – Gull í bardaga
 
Scottish Open – Gull í einstaklingstækni
 
Scottish Open – Gull í paratækni
 
Bikarmót 1 – Gull í bardaga flokki 1
 
Bikarmót 1 – Gull í bardaga flokki 2
 
Bikarmót 1 – Gull í tækni
 
Bikarmót 1 – Valin kvenkeppandi mótsins
 
Samtals verðlaun á árinu
 
Gull – 19
 
Silfur – 2
 
Samtals Íslandsmeistaratitlar – 6 (2 af þeim voru liðstitlar)
 
Samtals bikarmeistarasigrar – 8 (1 af þeim var liðssigur)
 
Samtals viðurkenningar fyrir besta árangur mótsins - 8
 
Annað – Var valin nemandi ársins í fullorðinshóp hjá Keflavík
 
Var valin taekwondo kona Íslands á lokahófi ÍSÍ 2012