Fréttir

Taekwondo | 25. ágúst 2018

Kickbox námskeið

Í haust ætlar taekwondo deildin að bjóða uppá kickbox námskeið. Kickbox eða sparkbox eins og það heitir á íslensku er blanda af höggum og spörkum og það eru til mörg afbrigði af sparkboxi. Áður en taekwondo keppni var eins sérhæfð og hún er í dag þá var taekwondo í raun afbrigði af sparkboxi undir sumum stílum. 

Æfingar fara fram í stórglæsilegu nýju húsnæði Bardagahallar Reykjanesbæjar og verður kennt í taekwondo salnum. Kennari er Helgi Rafn Guðmundsson. 

Fríir prufutímar í kickboxi verða 3-14 september. 

Námskeiðið verðu í 12 vikur. 

Iðkendur þurfa að eignast góm, punglíf (strákar) og legghlífar. Allar hlífar er hægt að versla hjá deildinni.