Keflvíkingar sigra Bikarmótið í Sandgerði
Um helgina var haldið fyrsta Bikarmót taekwondo sambands Íslands á tímabilinu. Mótið var haldið í Sangerði og er það í fyrsta sinn sem taekwondo mót er haldið í Sandgerði. Margir efnilegir taekwondo iðkendur koma úr Sandgerði og því gaman að halda mót þar. Mótið var þokkalega sótt og gekk vel fyrir sig. Bestu keppendur mótsins voru þau Ástrós Brunjarsdóttir og Bjarni Júlíusson, bæði úr Keflavík, en stigahæsta félag mótsins var Keflavík, líkt og hefur verið síðustu ár.