Fréttir

Taekwondo | 2. ágúst 2013

Keflvíkingar á Evrópumót - Karel Bergmann Gunnarsson

25-28 september n.k. verður haldið Evrópumót unglinga á aldrinum 15-17 ára. Keflvíkingurinn Karel Bergmann Gunnarsson mun keppa á því móti fyrir Íslands Hönd. Hér má sjá smá skot frá æfingum, keppnum og viðtal sem var tekið við Karel.

Myndband:

 

Nafn:Karel Bergmann Gunnarsson

Aldur :15

Stutt um árangur í taekwondo?
2007-2011 4 gull og 2 silfur á Bikarmótum
2012  Brons í bardaga á bikarmóti.
Silfur á Íslandsmóti í bardaga 2012
Brons á Norðurlandamóti 2012.
Silfur á Íslandsmóti í paratækni 2012
Silfur á Scottish Open 2012.
Brons í tækni á bikarmóti.
Gull í bardaga á bikarmót  og valinn besti keppandinn í bardaga á einu bikarmótinu.
Sigraði minn flokk í bardaga á landsmóti UMFÍ 2012
Silfur á Reykjavíkur International 2013
Silfur og brons í tækni á bikarmóti.
Íslandsmeistari í bardaga 2011 og 2013
Þrefaldur bikarmeistari í bardaga og var valinn keppandi mótsins á bikarmóti III 2013
Nemandi ársins í Keflavík 2013

 

Markmið í taekwondo?
- Að komast á Ólympíuleikana 2020

Hvað finnst þér skemmtilegast við taekwondo?
- Ég fæ svo mikla útrás og hreyfingu á æfingum og mér finnst gaman að keppa.

Hvað hefurðu æft taekwondo lengi?
- Frá 2006

Uppáhaldsmatur?
- Sushi.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?
-Að æfa og keppa í taekwondo.

Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir?
- Að gera ekki neitt

Ef þú gætir valið þér einn hæfileika, hver væri hann?
- Að geta lært allt á stundinni og munað vel.

Uppáhaldsofurhetja?

Hvað hugsarðu rétt áður en þú keppir?
- Stundum hugsa ég að ég ætli að vinna. Stundum horfi ég á andstæðinginn og hugsa hvað hann gerir, en ég er aðallega ákveðinn í að vinna.

Hver er uppáhaldsíþróttamaðurinn þinn?
- Carlo Molfetta taekwondo keppandi frá Ítalíu. Hann vann Ólympíuleikana í þungavigt. 

Hefur breyst eitthvað síðan þú byrjaðir að æfa taekwondo?
- Já mjög mikið. Ég er búinn að breytast líkamlega, andlega og farinn að haga mér öðruvísi. Ég er búinn að léttast. Ég var alltaf frekar orkumikill og brjálaður í tíma en núna er ég rólegur miðað við hvernig ég var og orðinn agaður og mér finnst það rosalega fínt. 

Eitt lýsingarorð sem lýsir þér?
- Frábær

Uppáhalds tilvitnun?
-"If you want to succeed as much as you want to breathe, then you will be successful."

Ef einhverjir geta séð sér fært að styrkja keppendur eða kaupa af þeim varning hafið þá beint samband við þá hér:

Karel - http://netsofnun.is/Sofnun/Vorur/976/0/   email:dorabjorg@gmail.com
Bjarni - astakb@simnet.is og sími 8644541 Hjalti     Frétt  um Bjarna
Ástrós - http://netsofnun.is/Sofnun/Vorur/967 email:kolla@tpostur.is sími:8989114   Frétt um Ástrósu
Ágúst - thoreygudny@simnet.is og síminn er 8665612   Frétt um Ágúst