Fréttir

Taekwondo | 29. júlí 2013

Keflvíkingar á Evrópumót - Bjarni Júlíus Jónsson

19-25 ágúst n.k. halda 3 keppendur Keflavíkur til Rúmeníu til að keppa á Evrópumóti ungmenna. Í för eru einnig keppandi frá öðru félagi, þjálfarar og fygldarlið. Hér má sjá smá skot frá æfingum, keppnum og viðtal sem var tekið við keppendur.  

Myndband: 

 

Nafn: Bjarni Júlíus Jónsson

Aldur :14

Stutt um árangur í taekwondo?
Bikarmeistari á öllum mótum 2013,  og stigahæstur í tækni og samanlögðu á 2. og 3. Bikarmóti.
Íslandsmeistari tækni, para tækni, hópa tækni og keppandi mótsins 2012.
Íslandsmeistari bardaga 2011
Íslandsmeistari í bardaga 2011
Gull í bardaga og tækni á scottish open 2012.
Silfur á Íslandsmótinu í bardaga 2013
Norðurlandameistari 2013

Markmið í taekwondo?
- Til að byrja með að vinna Evrópumótið og svo seinna kannski heimsmeistara mót og Ólympíuleika.

Hvað finnst þér skemmtilegast við taekwondo?
- Að mæta á æfingar og uppskera á verðlaunapallinum.

Uppáhaldsmatur?
- Ekki beint uppáhaldsmatur. Það er margt sem er gott og margt sem er ekki gott.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?
-Taekwondo

Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir?
- Vakna á morgnanna.

Ef þú gætir valið þér einn hæfileika, hver væri hann?
- Að geta breytt mér í hvað sem er.

Uppáhaldsofurhetja?
- Ég 

Hvað hugsarðu rétt áður en þú keppir?
- "Ég er að fara að vinna þetta."

Hver er uppáhaldsíþróttamaðurinn þinn?
- Gunnar Nelson, Helgi þjálfarinn minn og ég. Síðan eru landsliðsþjálfararnir og allir sem hjálpa mér í uppáhaldi.

Hefur taekwondo gefið þér eitthvað í lífinu?
- Það hefur gefið mér eitthvað að gera á daginn. Hefur gefið mér rosalega reynslu. Það er gaman að fara að keppa og æfa með liðinu.

Eitt lýsingarorð sem lýsir þér?
- Frábær

Uppáhalds tilvitnun?
-"Þú veist að það er kalt úti ef þú ferð út og það er kalt."

Ef einhverjir geta séð sér fært að styrkja keppendur eða kaupa af þeim varning hafið þá beint samband við þá hér:

Bjarni - astakb@simnet.is og sími 8644541 Hjalti
Ástrós - http://netsofnun.is/Sofnun/Vorur/967 email:kolla@tpostur.is sími:8989114 Frétt um Ástrósu
Ágúst - thoreygudny@simnet.is og síminn er 8665612 Frétt um Ágúst
Karel - http://keflavik.is/taekwondo/frettir/keflvikingar-a-evropumot---karel-bergmann-gunnarsson/9157/   dorabjorg@gmail.com   Frétt um Karel