Fréttir

Taekwondo | 29. júlí 2013

Keflvíkingar á Evrópumót - Ástrós Brynjarsdóttir

19-25 ágúst n.k. halda 3 keppendur Keflavíkur til Rúmeníu til að keppa á Evrópumóti ungmenna. Í för eru einnig keppandi frá öðru félagi, þjálfarar og fygldarlið. Hér má sjá smá skot frá æfingum, keppnum og viðtal sem var tekið við keppendur. 

Myndband: 

 

Nafn: Ástrós Brynjarsdóttir

Aldur :14

Stutt um árangur í taekwondo?
Poomsae/Tækni
Hef unnið gull í tækni á öllum bikarmótum og Íslandsmótum frá því að ég byrjaði að æfa.
3x Gull á Íslandsmeistarmótinu 2012.
Brons á Norðurlandamóti 2012.
2x Gull á Scotish open 2012.
9.sæti á Evrópumótinu á Spáni 2013.
7.sæti á Spánska opna mótinu 2013.
Silfur á Norðurlandamóti 2013.

Bardagi/sparring
Gull á Íslandsmeistara mótinu í bardaga 2012 og 2013.
Silfur á Norðurlandamótinu 2012.
Gull á Scottish Open 2012.
Norðurlandameistari í bardaga 2013
Taekwondo kona ársins ÍSÍ 2012 og taekwondo kona Reykjanesbæjar 2012
Ótal aðrar viðurkenningar og verðlaun.

Hvað hefurður æft taekwondo lengi?
-Hef æft Taekwondi  frá 2006 og tók svartabeltið í Mai 2012.

Markmið í taekwondo?
-Verða Evrópumeistari og heimsmeistari.

Hvað finnst þér skemmtilegast við taekwondo?
- Mér finnst skemmtilegast að mæta á æfingar og læra eitthvað nýtt.  Sérstaklega þegar það er eitthvað erfitt og ég næ að bæta mig í einhverju.  Einnig finnst mér gaman að fara á stór erlend mót og sjá og hitta þá bestu og læra af þeim.

Uppáhaldsmatur?
- Uppáhaldsmaturinn minn er svo margt,píta, kjúklingur, tacos, fiskur og margt margt fleira.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?
-Að mæta á æfingar.

Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir?
- Þegar ég kemst ekki á æfingar og er veik.

Hvað borðaðirðu í morgunmat?
- Hafragraut með eplum.

Ef þú gætir valið þér einn hæfileika, hver væri hann?
- Að geta flogið

Hvað hugsarðu rétt áður en þú keppir?
-"Ég ætla að vinna þetta, ég ætla að reyna mitt besta og hafa gaman."

Hver er uppáhaldsíþróttamaðurinn þinn?
-Laura Kim Kim heimsmeistar í taekwondo frá Spáni

Hefur taekwondo hjálpað þér eitthvað í lífinu?
-Hefur gefið mér mikin styrk, þol og er í íþróttum.

Eitt lýsingarorð sem lýsir þér?
- Ákveðin

Ef einhverjir geta séð sér fært að styrkja keppendur eða kaupa af þeim varning hafið þá beint samband við þá hér:

Ástrós - http://netsofnun.is/Sofnun/Vorur/967 email:kolla@tpostur.is sími:8989114
Ágúst - thoreygudny@simnet.is og síminn er 8665612 Frétt um Ágúst
Bjarni - astakb@simnet.is og sími 8644541 Hjalti   Frétt um Bjarna
Karel -  Netsöfnun   dorabjorg@gmail.com   Frétt um Karel