Fréttir

Keflavík Open og Æfingabúðir með Martin Stamper
Taekwondo | 6. apríl 2017

Keflavík Open og Æfingabúðir með Martin Stamper

 

Keflavík Open 2017 - Æfingamót fyrir alla

Æfingabúðir með Martin Stamper

Það er komið að Keflavík Open æfingamótinu og æfingabúðunum. Í ár fáum við góðan gest en það er Martin Stamper. Martin var í landsliði Bretlands í 10 ár, vann verðlaun á Evrópumóti og Heimsmeistaramóti og komst í undanúrslit á Ólympíuleikunum í London 2012. Hann er núna einn af landsliðsþjálfurum Bretlands sem er eitt sterkasta landslið Evrópu. Martin mun sjá um allar æfingarnar á æfingabúðunum í kringum mótið í ár. Hér að neðan má sjá dagskrá æfingabúðanna, mótsins og fyrirkomulag.

 

Laugardagurinn 6. Maí

10-11:30 -  Cadet og eldri (matur eftir æfinguna)

11:30 - 12:30 - Yngri (matur eftir æfinguna)

12:30-13:30 - Hvíld

13:30 - 15:30 Cadet og eldri æfing (Keflavik Open keppnisgreinar eftir æfinguna fyrir þá sem vilja)

13:30- Keflavík Open

 • Leikskólakrakkar kl 13:30

 • 6-11 kl 14

 • 12 ára og eldri kl 15

15:30-18 Myndataka, snarl + sund ALLIR

19-20:30 - Kvöldmatur ALLIR

20:30 -22 Kvöldvaka ALLIR

22 - Ljós slökkt ALLIR

 

Sunnudagur 7. Maí

8:30 - Vakna og ganga frá

9 - Morgunmatur

10-11:30 - Æfing allir

11:30 -13:00 - Matur

13-15 - Sparringæfing Cadet og eldri

 

Verð fyrir yngri (11 ára og yngri) - 4.500 Innifalið allar æfingar, 5 máltíðir, sundferð, gisting, kvöldvaka og myndataka.

Verð fyrir eldri (12 ára og eldri) - 5.500. Innifalið allar æfingar, 5 máltíðir, sundferð, gisting, kvöldvaka og myndataka.

 

Grunnupplýsingar

Staðsetning: Íþróttahús Keflavíkur við Sunnubraut 34 í Reykjanesbæ - sjá kort

Sundlaug Reykjanesbæjar, Vatnaveröld er á móti íþróttahúsinu og þeir sem taka þátt í æfingabúðunum fá frítt í sund á laugardeginum.

Dagsetning: Laugardag og sunnudag 6-7. maí 2017

Skráning: Skráning er á hlekknum hérna

Skráningarfrestur: er til þriðjudagsins 2. maí.

Nánari upplýsingar: helgiflex@gmail.com

Myndbandsauglýsing: https://youtu.be/u1xpIqLfQsw

Gjöld: Verð fyrir yngri (11 ára og yngri) - 4.500 Innifalið allar æfingar, 5 máltíðir, sundferð, gisting, kvöldvaka og myndataka. ATH að 8 ár ára og yngri þurfa að hafa forráðarmann á staðnum til að mega gista. 9 ára og yngri þurfa að hafa forráðarmann með í sund eða fá einhver aðstoðarmanna æfingabúðanna til að taka ábyrð á þeim í sundi.

Verð fyrir eldri (12 ára og eldri) - 5.500. Innifalið allar æfingar, 5 máltíðir, sundferð, gisting, kvöldvaka og myndataka. Verð fyrir 1 æfingu er 2.500 kr

Verð fyrir bara mótið er 2.500 kr

Fjölskylduafsláttur ef 1.000 kr af þeim sem koma umfram fyrsta einstakling fyrir þá sem taka allar æfingabúðirnar.

Lagt er inná reikningsnúmer deildarinnar ekki seinna en þriðjudaginn 2. maí:

0121-26-5774  kt. 501002-2750

Setjið nafn keppanda í skýringu og sendið kvittun á helgiflex@gmail.com

Vinsamlegast mætið a.m.k. 20 min fyrir byrjun ykkar flokks til að ganga frá greiðslu og gera iðkendur tilbúna fyrir mótið.

Gjaldgengi: Allir eru velkomnir á mótið. Jafnvel þeir sem eru með hvítt belti eða þeir sem eru ekki að æfa geta tekið þátt. Það er bara krafa um að vera í íþróttafötum. Þeir sem eru með gráðu í taekwondo skulu þó mæta í dobok með sitt belti.

Verðlaun: Allir þátttakendur fá verðlaunapening fyrir þátttöku. Auk þess ætla dómarar að veita viðurkenningar fyrir sérstaklega góða íþróttamennsku, tækni, ákveðni eða aðra þætti sem þeim fannst keppendur bera af í.

Myndataka: Það verður myndataka á staðnum á Keflavík Open mótinu þar sem allir keppendur geta fengið mynd af sér með verðlaunin sín, með foreldrum eða einhverjar uppstilltar myndir. Allar myndirnar fara á facebook og er fólkinu frjálst að nota þær myndir.

#keflavikopen2017: Við hvetjum fólk til að taka eigin myndir af mótinu/æfingabúðunum og setja á Instagram undir #keflavikopen2017 og valin verður ein mynd í lok helginnar sem fær í verðlaun taekwondo fókuspúða. ATH að myndataka er eingöngu leyfileg á opinni dagskrá æfingabúðanna. Myndataka og notkun síma/myndavéla í búningsklefum er stranglega bönnuð.

Veitingasala: Það verður sala á veitingum á staðnum. Við hvetjum alla keppendur og fjölskyldumeðlimi til að versla á staðnum.


 

Flokkaskiptingar

Mótinu verður startað eftir flokkum ATH að þetta gæti breyst m.v. skráningu og verður auglýst á það tölvupóstfang sem er skráð á.

 • Leikskólaaldur kl 13:30

 • 6-11 ára kl 14:00

 • 12 ára og eldri 15:00

Krakka taekwondo 11 ára og yngri

Krakka-Taekwondo eru sérstök mót með aðlöguðum reglum og fyrirkomulagi sem er  ætlað börnum og byrjendum í taekwondo. Einkunnarorð þessarar aðferðar eru „Allir með” og eru til að hvetja til þátttöku í taekwondo móti á skemmtilegan hátt.

Hvernig gerum við það?

 1. Þátttakendur keppa í þremur skemmtilegum greinum: þrautabraut, grunntækni (eða poomsae) og svo bardaga.

 2. Fyrirkomulagið er hvetjandi. Dómarar og aðstoðarmenn er þarna til að aðstoða þátttakendur við að bæta sig.

 3. Stig eru ekki talin í bardaganum. Einblínt er á góða tækni, þróun einstaklingsins og íþróttamennsku.

 4. Framkoma er jákvæð. Dómarar eru jákvæðir og opnir gagnvart þátttakendum.

 5. Endurgjöf. Þátttakendur fá endurgjöf frá dómurum og aðstoðarmönnum um hvað þeir gera vel og hvað er hægt að bæta.

 6. Virðing og íþróttamennska. Þátttakendur skulu heilsa keppinautum og dómurum. Í viðurkenningaveitingu eru dómarar viðstaddir og verða með þeim á mynd.

 7. Foreldrar með. Foreldrar geta fylgt þátttakendum að vellinum ef þeir vilja það. Hvatt er til myndatöku (#keflavikopen2017) og foreldrar skulu hvetja á jákvæðan hátt.

 8. Hraði og skilvirkni. Mótið gengur hratt fyrir sig með því að nýta vellina betur og vegna fyrirkomulags þá þarf ekki marga dómara á hvert keppnisgólf og þannig má betur nýta pláss og tíma allra.

 9. Ekki er krafa um að kunna poomsaein til að keppa í þeirri grein. Þau yngstu og þau sem ekki kunna poomsae keppa í grunnhreyfingum t.d. grunnvörnum, spörkum og höggum. Dómararnir sýna keppendum hvernig tæknin er gerð og hvernig fyrirkomulagið er.

 

Æfingamót unglinga og fullorðna 12 ára og eldri

Á þessu móti er fyrirkomulag svipað og á barnamótinu. Það sem verður bætt við er keppni í gullstigi. Þar keppa tveir keppendur saman í gullstig. Það er þannig að sá sem skorar fyrr sigrar lotuna. Sá sem er fyrri til að sigra 2 lotur stendur uppi sem sigurvegari í þeirri viðureign.

 

Keppendur keppa líka í þrautabraut og poomsae/grunntækni verður m.v. kunnáttu hvers og eins.

Annað

Taka með

 • Hlífar

 • Dobok og belti

 • Nóg af auka fötum

 • Vatnsbrúsa

 • Nesti

 • Tannbursta

 • Dýnu og kodda

 • Handklæði

 • Sundföt

 • Æfingadagbók