Fréttir

Taekwondo | 5. maí 2016

Keflavík Open 2016

Grunnupplýsingar

Staðsetning: Íþróttahúsið við Akurskóla í Reykjanesbæ - sjá kort

Dagsetning: Laugardaginn 21. maí 2016

Skráning: Skráning er á hlekknum hérna

Skráningarfrestur: er til þriðjudagsins 17. maí.

Nánari upplýsingar: helgiflex@gmail.com

Keppnisgjöld: 1.500 kr og borgað er á staðnum. Vinsamlegast mætið a.m.k. 20 min fyrir byrjun ykkar flokks til að ganga frá greiðslu og gera iðkendur tilbúna fyrir mótið.

Gjaldgengi: Allir eru velkomnir á mótið. Jafnvel þeir sem eru með hvítt belti eða þeir sem eru ekki að æfa geta tekið þátt. Það er bara krafa um að vera í íþróttafötum. Þeir sem eru með gráðu í taekwondo skulu þó mæta í dobok með sitt belti.

Verðlaun: Allir þátttakendur fá verðlaunapening fyrir þátttöku. Auk þess ætla dómarar að veita viðurkenningar fyrir sérstaklega góða íþróttamennsku, tækni, ákveðni eða aðra þætti sem þeim fannst keppendur bera af í.

Myndataka: Það verður myndataka á staðnum þar sem allir keppendur geta fengið mynd af sér með verðlaunin sín, með foreldrum eða einhverjar uppstilltar myndir. Allir myndirnar fara á facebook og er fólkinu frjálst að nota þær myndir.

#keflavikopen2016: Við hvetjum fólk til að taka eigin myndir af mótinu og setja á nstagram undir #keflavikopen 2016 og valin verður ein mynd í lok dags sem fær í verðlaun taekwondo fókuspúða.

Veitingasala: Það verður sala á veitingum á staðnum. Við hvetjum alla keppendur og fjölskyldumeðlimi til að versla á staðnum.

Nánari upplýsingar um mótið - smellið hér