Fréttir

Taekwondo | 12. maí 2010

Keflavík bikarmeistarar 3ja árið í röð

Um helgina var haldið þriðja og síðasta taekwondo mótið í bikarmótaröð BS. Þar tryggðu Keflvíkingar sér bikarmeistaratitilinn þriðja árið í röð, en stig allra mótana eru lögð saman. Keflvíkingar voru með öruggann sigur eða næstum tvöfalt fleiri stig en félagið sem varð í 2. sæti. Keflvíkingar státuðu sig af gríðalega efnilegum keppendum sem röðuðu sér á verðlaunarpallana. En þess má geta að Keflavíkingar áttu 3 af 4 bikarmeisturum einstaklinga. Ástrós Brynjarsdóttir varði titilinn bikarmeistari stúlkna þriðja árið í röð og var einnig valin keppandi mótsins í stúlkna flokki. Svanur Þór Mikaelsson stóð sig með eindæmum vel í vetur og vann titilinn bikarmeistari drengja. Helgi Rafn Guðmundsson yfirþjálfari deildarinnar varði bikarmeistaratiltil karla frá því í fyrra og var einnig keppandi mótsins í karlaflokk. Þess má geta að Taekwondo deild Keflavíkur hefur nú unnið alla titla félaga sem í boði eru á þessu keppnisári og eru því Íslandsmeistar í formi, Íslandsmeistar í bardaga og bikarmeistarar. Í lok mótisins hlutu þjálfarar deildarinnar Helgi Rafn Guðmundsson og Rut Sigurðardóttir  saman útnefninguna kennari ársins 2010 sem eru afhent ár hvert af Ssangyongtaekwon. En þau hafa síðustu ár byggt upp stærstu og sterkustu taekwondo deild á Ísland samhliða því að stunda nám í íþróttafræði.  Þau hafa unnið nánast allt sem hægt er að vinna ásamt því að gefa út kennsluefni og stunda aðrar bardagalistir samhliða Taekwondo.

Árangur keflavíkur á B.S. bikarmóti 3:

Form 
Árni Jóhann gull
Victoría Ósk  gull
Óðinn Már gull
Sverrir Örvar gull
Ástrós gull
Adda Paula gull
Kolbrún gull
Helgi Rafn silfur
Svanur Þór silfur
Ævar Týr silfur
Ólafur Þorsteinn brons
Ágúst Kristinn brons 

Bardagi
Árni Jóhann gull
Elvar Þór gull
Victor K. gull
Svanur Þór gull
Óðinn Már gull
Ástrós gull
Dýrleif gull
Helgi Rafn gull
Ágúst Atli gull
Arnbjörn Breki silfur
Adda Paula silfur
Jón Steinar silfur
Ævar Týr brons
Ágúst Kristinn brons
Sverrir Örvar brons