Fréttir

Taekwondo | 10. maí 2015

Keflavík Bikarmeistarar

Keflavík sigraði síðasta Bikarmótið í Bikarmótaröð taekwondo sambandsins í dag. Keflvíkingar unnu einnig heildarstigakeppnina sem eru heildarárangur yfir öll Bikarmót tímabilsins og eru því Enn Bikarmeistarar. Það tókst þeim þrátt fyrir að það vantaði nokkra af bestu keppendum deilarinnar á þetta lokamót.

 
Adda Paula Ómarsdóttir og Ágúst Kristinn Eðvarðsson, bæði úr Keflavík voru valin bestu keppendur mótsins og vel að því komin með gullverðlaun í báðum keppnisgreinum.
 
Ármenningar voru í 2. sæti í heildarstigakeppninni og Afturelding í því þriðja. Þetta er í 7. sinn sem Keflvíkingar verða Bikarmeistarar.