Fréttir

Taekwondo | 27. apríl 2008

Keflavík bikarmeistarar

Um helgina var stærsta taekwondo mót sem haldið hefur verið á Íslandi haldið í Sláturhúsinu við Sunnubraut.

Um er að ræða þriðja og síðasta mótið í bikarmótaröð TSH (Trésmiðju Snorra Hjaltasonar). 230 keppendur frá 12 félögum mættu til leiks. Keflvíkingar skörtuðu 82 manna risaliði, stærsta lið mótsins og stærsta keppnislið Keflavíkur hingað til. Keppt var á þremur keppnisgólfum sem Keflavíkurdeildin á. Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi þar sem 3 gólf eru notuð við keppni.

Á laugardegi var keppt í bardaga, en 212 keppendur voru skráðir í þá grein sem er enn eitt metið. Þó féllu þónokkrir bardagar niður þar sem annar keppandinn mætti ekki. Margir stórskemmtilegir bardagar áttu sér stað og var spennan gífurleg þennan dag. Keppni lauk um fimmleytið með 33 verðlaunasætum Keflvíkinga. Aldrei áður hafa Keflvíkingar náð svo mörgum verðlaunasætum, hvað þá í einni grein. Keflvíkingar náðu á pall í nánast öllum flokkunum sem þeir kepptu í og oftar en ekki voru nokkrir Keflvíkingar í efstu sætum í hverjum flokki. Margir nýjir efnilegir keppendur frá Keflavík, sem og öðrum félögum.

Á sunnudegi var keppt í formum, showbreak og þrautabraut. Gekk það mjög vel fyrir sig og náðu Keflvíkingar að raða inn verðlaunum eins og daginn áður. Mikil stemmning var í kringum showbreak keppnina, en þetta var í fyrsta sinn í 4 ár sem slík keppni var haldin. Kennarar Keflavíkur náðu efstu tveimur sætunum, Rut í 2. og Helgi í 1.

Dagurinn lauk svo á besta mögulega veg.

Antje Muller var keppandi mótsins í fullorðinsflokkunum fyrir frábæra frammistöðu í bæði bardaga og formi. Antje hefur lagt sig mikið fram við æfingar og er gífurlega dugleg og áhugasöm á og utan æfinga..

/media/9/óðinn Már Ingason varð bikarmeistari drengja. /media/9/óðinn var ósigraður á árinu í þrautabraut ásamt því að ná tveimur silfurverðlaunum í bardaga. Hann er vel að titlinum kominn enda fyrirmyndarnemandi og keppandi í alla staði. /media/9/óðinn er gífurlega snöggur og sést það bæði í bardaga og þrautabraut.
Ástrós Brynjarsdóttir varð bikarmeistari stúlkna. Ástrós er enn ósigruð í formkeppni frá upphafi og var hún nú að sigra sitt fyrsta mót í bardaga. Hún er gífurlega gott efni í formkeppanda og mikil fyrirmynd samnemenda.
Jón Steinar Brynjarsson varð bikarmeistari karla. Jón Steinar er fyrirliði keppnishópsins í Keflavík og einn af okkar bestu keppendum bæði í bardaga og formi. Hann var mjög öruggur með sig í öllum sínum bardögum og stjórnaði þeim frá byrjun með mikilli kænsku og einstakri tímasetningu.

TSH krýndi fjóra bikarmeistara þennan dag, þar af vöru þessir þrír hjá Keflavík. Bikarmeistari kvenna var Ingibjörg Erla Grétarsdóttir úr Fjölni. Bikarmeistarar fá keppnisferð á eitt mót erlendis í boði TSH og SsangYong. Það er því mikil lyftistöng fyrir áhugasama keppendur að ná þessum titli.

Helgi Rafn Guðmundsson yfirkennari Keflavíkur var krýndur kennari ársins hjá SSangYongTaeKwon félögunum annað árið í röð.

Keflavík var svo í lok dags krýnt bikarmeistri liða við mikinn fögnuð heimamanna. Þess má geta að fyrir þetta mót var Keflavík með einu færra stigi en Fjölnir í þessari keppni en Keflvíkingar áttu yfirburðarmót og stóðu uppi sem sigurvegarar. Á þessu móti náðu Keflvíkingar í 48 verðlaunasæti, þar af 17 gullverðlaun. Árnagur sem þessi hefur aldrei nást af neinu íslensku félagi í íþróttinni nokkurntímann.

Þakkir til keppenda, foreldra þeirra fyrir þolinmæði og stuðning, mótstjóra, dómarar, starfsmanna, keppnishópsins, foreldrafélagsins, stjórnar og kennarar fyrir flottasta taekwondo mót Íslands hingað til. Við erum rétt að byrja; næst munum við verja titilinn og eiga enn fleiri verðlaunasæti.

Verðlaunasæti Keflavíkur      
Bardagai (Kyorugi)
1. Sindri Stefánssson/media/9/óðinn
1. Hannes Dagur Jóhannsson
1. Jón Steinar Brynjarsson
1. Aron Yngvi Nielsen
1. Antje Muller
1. Marel Sólimann Arnarsson
1. Ástrós Brynjarsson
1. Maciej Wroblewski
1. Helgi Óttar Ingibjargarson
1. Hrefna Ósk Jónsdóttir
1. Arnór Freyr Grétarsson
2. Rúnar Þór Sigurðarsson
2. Kristmundur Gíslason
2. Sigurþór Árni Þorleifsson
2. Helgi Rafn Guðmundsson
2. Ásmundur Þór Kristmundsson
2. Örn Garðarsson
2. Heiðrún Pálsdóttir
2. Victoría Ósk Anítudóttir
2. Hrannar Darri Kjartansson
2. Sigurður Bjarki Pálsson
2. /media/9/óðinn Már Ingason
3. Ævar Þór Gunnlaugsson
3. Brian Johannessen
3. Guðlaugur Jóhann Hilmarsson
3. Ólafur Þorsteinn Skúlason
3. Karel Bergmann Gunnarsson
3. Auður Erla Guðmundsdóttir
3. Eyþór Ólafsson
3. Alexander Haukur Erlingsson
3. Árni Vigfús Karlsson
3. Kristján Lee Kinser
3. Steindór Sigurðsson

Form (poomsae)
1. Ástrós Brynjarsdóttir
1. Advait Nair
1. Kolbrún Guðjónsdóttir
2. Þuríður Birna Björnsdóttir Debes
2. Antje Muller
3. Victoría Ósk Anítudóttir
3. Helgi Rafn Guðmundsson

Þrautabraut
1. /media/9/óðinn Már Ingason
1. Júlíus Davíð Júlíussson Ajay
2. Eyþór Ólafsson
2. Hreinn Óttar Guðlaugsson
3. Auður Erla Guðmundsdóttir

Showbreak
1. Helgi Rafn Guðmundsson
2. Rut Sigurðardóttir
4. Ásmundur Þór Kristmundsson

Myndir á  http://picasaweb.google.com/helgiogrut