Fréttir

Taekwondo | 5. nóvember 2010

Íslandsmót í poomsae 20. nóv

Tekið af www.taekwondo.is

 

Íslandsmótið í Poomsae/MuYE 2010


 

Mótið verður haldið í íþróttahúsinu við Hrafnagilsskóla þann 20.nóv (Hrafnagil er 10min frá Akureyri) mótið stendur yfir frá kl 10:00 til 12:30 og verða tvö keppnisgólf

Keppt verður í:
- Barnaflokkum (12 ára og yngri, 4 flokkar eftir belti)
- 12-15 ára (2 flokkar, 11.-7. geup og 6. geup og ofar)
- 16 ára og eldri (2 flokkar, 11.-7. geup og 6. geup og ofar)
- Para/hópa poomsae (4 beltaflokkar)
- MuYE
Mótsgjald er 2.000kr

Keppni í sýningu (MuYE) er 5 mínútur á lið og má hópur hvers félags vera eins stór og hver vill, sýningin má vera algjörlega frjáls svo lengi sem atriðið teljist vera fyrst og fremst Taekwondo. Einkunnir munu s.s. verða gefnar fyrir Taekwondo-tækni en ekki aðra þætti. Aðrir þættir munu þó hækka einkunnina sem slíka ef vel tekst til. Börn geta verið þáttakendur í MuYe hóps síns félags en þó verður meirihluti hópsins að vera 13 ára eða eldri. Sami einstaklingur getur ekki skráð sig í fleiri en einn hóp.
Gisting verður í skólanum við hliðina og frítt í sundlaugina sem er þar einnig fyrir alla.
Gistingin kostar 6.500,- kr. með mat (eitthvað létt þegar komið er á föstudag, morgunmatur og hádegismatur báða daga og kvöldmatur á laugardag). Vinsamlegast takið fram fjölda þeirra sem gista (bæði keppendur, kennara, foreldra og aðstoðarfólk).

Einnig verða haldnar æfingarbúðir á vegum SsangYong laugardag og sunnudag. Það verða æfingar bæði í sparring og poomsae. Æfingartímar verða auglýstir á umræðuvefnum. Þær kosta 2.000kr.

Skráning sendist af yfirþjálfara á taekwondothor@gmail.com
Taka skal fram:
- Aldur á mótsdag
- Beltagráða
- Keppni í einstaklings/para/hóp poomsae
- Gisting?
- Þátttaka á æfingarbúðum?

Skráningarfrestur er til miðnættis á föstudaginn 12. nóv

Spurningar sendist á taekwondothor@gmail.com