Íslandsmót
Um helgina var Íslandsmótið í bardaga haldið á Selfossi. Keflvíkingar voru með óvenjufáa keppendur, hluta til vegna meiðsla. Þeir sem mættu til leiks stóðu sig þó stórvel.
Jón Steinar Brynjarsson varði Íslandsmeistaratiltlinum þegar hann sigraði í léttari flokk unglinga.
Antje Muller fór á kostum í +30 ára kvennaflokki og vann þann flokk örugglega. Hún var einnig valin besti keppandinn í +30 ára aldursflokki. Þetta var hennar fyrsti Íslandsmeistaratitill í taekwondo.
Aron Yngvi Nielsen varð í 2. sæti í þyngri flokk unglinga. Hann stóð sig mjög vel en barðist við mjög góðan keppanda í úrslitabardganum.
Brian Jóhannessen varð í 2. sæti í -80kg flokki fullorðna, hærri belti. Það var með minnsta mögulega mun, einu stigi sem var á milli hans og sigurvegarans í flokknum.
Dýrleif Rúnarsdóttir varð í 3. sæti í +30 kg kvennaflokk, hún stóð sig líka mjög vel.
Keflvíkingar unnu því til tvennrar gullverðlauna, tvennra silfurverðlauna og einnar bronsverðlauna. Við óskum keppendum til hamingju með árangurinn.