Ísland sigraði Norðurlandamótið í taekwondo!
Norðurlandamótið í taekwondo var haldið á Sunnubraut um helgina. Þetta er í þriðja sinn sem Norðurlandamótið er haldið á Íslandi, en síðast var það haldið árið 2009. Þetta er sterkasta mót sem haldið hefur verið haldið á Suðurnesjunum. Það voru tæplega 200 keppendur á mótinu frá Íslandi, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Það voru 20 keppendur frá Suðurnesjunum og það er skemmst frá því að segja að allir unnu til verðlauna. Taekwondo deild Keflavíkur eignaðst 7 Norðurlandameistara á mótinu og íslenska liðið eignaðist 16 Norðurlandameistara. Það er langtum besti árangur Íslands, en áður hafði Ísland mest eignast 5 Norðurlandameistara á einu móti. Auk þess vann íslenska liðið stigakeppni liða á móitnu í fyrsta sinn í sögunni. Keflvíkingar voru með flest verðlaunin fyrir íslenska liðið á mótinu. Eftirfarandi er árangurinn hjá Suðurnjesamönnum úr þeim fjórum keppnisgreinum sem keppt var í á mótinu.
Adda Paula Ómarsdóttir - 3 x silfur
Ágúst Kristinn Eðvarðsson - 1x gull og 1x brons
Ástrós Brynjarsdóttir - 1x gull og 2x silfur
Bjarni Júlíus Jónsson - 2x gull og 1x silfur
Björn Lúkas Haraldsson - 2x brons
Daníel Arnar Ragnarsson - 2x brons
Daníel Aagard Nilsen - 1x gull, 1x silfur og 1x brons
Dýrleif Rúnarsdóttir - 1x silfur
Gísli Þráinn Þorsteinsson - 1x brons
Helgi Rafn Guðmundsson - 1x silfur og 1x brons
Karel Bergmann Gunnarsson - 1x gull
Kolbrún Guðjónsdóttir - 1x brons
Kristmundur Gíslason - 1x silfur
Normandy Del Rosario - 1x brons
Ólafur Þorsteinn Skúlason - 1x silfur
Svanur Þór Mikaelsson - 2x gull
Sverrir Örvar Elefsen 1x gull
Victoría Ósk Anítudóttir 1x brons
Ægir Már Baldvinsson - 2x silfur og 1x brons
Ævar Týr Sigurðarsson - 2x brons
Nánari úrslit má sjá á tki.is