Fréttir

Taekwondo | 15. febrúar 2010

II.TSH móti lokið

Þá er öðru TSH mótinu lokið í TSH bikarmótaröðinni. Þriðja og síðasta mótið verður haldið í apríl á Selfossi og verður það mót auglýst síðar.

Mótið sem haldið var um helgina var haldið hjá Taekwondo deild Keflavíkur í A.T Mahan framhaldsskólanum á Ásbrú í Reykjanesbæ. Aðalstyrktaraðili mótsins nú sem fyrr er Snorri Hjaltason sem hefur rekið Trésmiðju Snorra Hjaltasonar til fjölda ára. Jón Levy var mótstjóri fyrir hönd Ssangyongtaekwon, sem hélt mótið.

 

Keppendur Taekwondo deildar Keflavíkur stóðu sig með prýði og sópaði deildin að sér verðlaunum. Úrslit mótsins verða birt á heimasíðu Ssang Yong Taekwon www.sytk.org

Mótið fór í heildina vel fram og fóru flestir sáttir til sinna átta að því loknu.

Foreldrafélag Taekwondo deildar Keflavíkur stóð fyrir matarsölu á mótinu, en þar var einnig að finna ýmsan varning tengdan íþróttinni t.d. hlífar, búninga, skó og bækur.

 

Stjórn Taekwondo deildar Keflavíkur vill koma á framfæri þökkum til eftirtaldra aðila fyrir aðkomu sína að mótinu:

Skólamatur ehf.

Kaffitár

Sigurjónsbakarí

Nettó

Háleitisskóli

Hótel Keflavík

Eðvarð Eyberg Loftsson, Yfirmatreiðslumeistari hjá Skólamat ehf.

Stjórn foreldrafélags Taekwondo deildar Keflavíkur

Sjálfboðaliðar og aðstandendur mótsins.