Fréttir

Taekwondo | 2. desember 2010

Humar fjáröflun

 

Humar fjáröflun

Nú er komið humarfjáröflun fyrir taekwondo deildina. Þar sem deildin hefur lítið sem ekkert verið að fjárafla (í sölu) vonumst við til góðrar þátttöku. Við erum að safna fyrir því að fá frábæran erlendan meistara í heimsókn til okkar. Vonast er til að hver iðkandi geti selt vinum/ættingjum 3-5 kassa af humar. Þetta eru stórt skelbrot (20gr +) í 2 kg öskjum og kostar 5500 kr. Humarinn er frystivara. Fyrst þurfa iðkendur að finna kaupendur og skila svo pöntun til þjálfara í síðasta lagi mánudaginn 7. desember. Þá fer pöntunin af stað og síðan verður afhendingardagur föstudaginn 10. Desember kl: 17-19 í íþróttahúsinu Ásbrú þar sem pantanirnar verða sóttar og greiddar. Það verður posi á staðnum. Athugið að ekki er hægt að draga pantanir til baka og aðeins hægt að nálgast humarinn þennan eina dag.

Fylla þarf út þessar upplýsingar og skila til þjálfara, má senda pöntun á tölvupósti á ruttkd@gmail.com

Nafn iðkanda:_____________________________________

Fjöldi humarkassa: _________________________________

Símanúmer:_______________________________________