Fréttir

Taekwondo | 21. maí 2014

Hraða og styrktarnámskeið í sumar

Taekwondo deildin heldur styrktar og hraðanámskeið fyrir íþróttamenn í sumar. Námskeiðið byrjar þriðjudaginn 3. júní og er á þriðjudögum kl 17, fimmtudögum kl 18 og föstudögum kl 17 í 6 vikur. Þ.e. frá 3 júní - 11 júlí. Námskeiðið samanstendur af 

  • Líkamleg próf
  • Kennsla á grunnatriðum í lyftingum
  • Kennsla á líkamsbeitingu í lyftingum og hraðaþjálfun
  • Snerpuþjálfun
  • Sprengikraftsþjálfun
  • Fjölátta og beinum sprettum
  • Stökkþjálfun
  • Liðleikaþjálfun
  • Jafnvægisþjálfun
  • Inni og útiæfingar
  • Leiðbeiningar með mataræði
  • Leiðbeiningar með álag og hvíld

Kennari er Helgi Rafn Guðmundsson íþróttafræðingur. Helgi er með yfir áratugs reynslu í styrktar og hraðaþjálfun og hefur sótt fjölda námskeið er snúa að þess konar þjálfun. Helgi er einn árangursríkasti þjálfari Suðurnesjanna en hann þjálfar m.a. bardagaíþróttir hjá þremur félögum.

Námskeiðið er ætlað unglingum og eldri. Kennari metur getu iðkenda og stillir álaginu í samræmi. Ekki er ætlast til að unglingar noti miklar þyngdir í lyftingum heldur verður þeim eingöngu kennd tæknileg atriði með léttar þyngdir. Iðkendur læra að halda æfingadagbók til að ná betri árangri. Æfingar fara fram inni og úti. Mæting er í Bardagahöll Reykjanesbæjar, Iðavöllum 12 nema annað sé auglýst.