Fyrsta taekwondo mót vetrarins
Fyrsta af þremur mót TSH bikarmótaraðarinnar var haldið síðastliðinn sunnudag í Rimaskóla í Grafarbogi. Á mótinu voru keppendur frá fimm félögum (Stjanan, Fjölnir, Afturelding, HK, Þór Akureyri og auðvita Keflavík).Frá Keflavík mættu um tvær tylftir krakka sem allir stóðu sig mjög vel.
Keppt var í fullorðins- og barnaflokkum í kyorung (bardaga), poomsae (formum) og þrautabraut, sem var eins og ávallt vinsælasta greininn hjá krökkunum.
Í þrautabraut áttum við Keflvíkingar einstaklinga í úrslitum, og af þeim hlutu Óðin Már silfur og Aron Yngvi brons í flokki eldri barna.
Í keppni í poomase (formum) var keppt eftir beltagráðum og áttum við keppendur í flokki 10-9. geup sem er gulrönd og gult belti, og í flokki 8-7. geup sem eru appelsínugul og græn belti. Í báðum þessum flokkum komust strákar frá Keflavík í úrslit. Í flokki 10-9. geup hlaut Aron Yngvi gull. Og í flokki 8-7. geup hlaut Jón Steinar silfur og Kristmundur brons. Við áttum einungis einn keppanda í fullorðinsflokki og var það þjálfari okkar Helgi Rafn og hafnaði hann í öðru sæti (silfur).
Í keppni í kyorung (bardaga), var raðað í þrjá flokka eftir þyngd barna, og áttu Keflvíkingar marga skemmtilega og spennandi bardaga, en á verlaunapall komust þó ekki allir. En getum verið stolt þar sem til okkar kom eitt gull (Aron Yngi), tvö brons (Óðin Már og Guðmundur) og einnig tvö brons (Kristmundur og Æfar). Tveir einstaklingar kepptu fyrir hönd Keflavíkur í flokki fullorðinna og voru það Helgi Rafa og Þórir Elvar, og nældu þeir báðir sér í brons.
En stjarna mótsin hjá okkur Keflvíkingur er á vafa gulbeltingurinn Aron Yngi Níelsinsem hlaut verlaun í öllum greinum mótsins, og endaði á að taka þátt í bráðabana um titilinn „maður mótsins”.
Myndir frá keppninni eru á myndasíðu deildarinnar.