Fréttir

Taekwondo | 14. mars 2011

Frí á föstudag + dagskrá íslandsmóts

föstudaginn 18. mars verða engar æfingar vegna íslandsmótsins um helgina.

Allir keppendur á Íslandsmótinu skulu mæta á æfingar á eftirfarandi tímum í vikunni, æfingar
á Ásbrú
þriðjudag kl 17 -18
miðvikudag kl 19-20:30
fimmtudag kl 17-18

Á föstudag kl 17 verður vigtun og dómarafundur á mótsstað, Laugarbóli (Þróttar/Ármanns
heimilið).Þeir sem komast ekki í vigtun á föstudag verða að láta þjálfara vita og koma þá í
vigtun ekki seinna en kl 9:00 á laugardag, þeir sem mæta of seint fá ekki að keppa. Mótið á að hefjast kl
10:00 á laugardag.

Allir keppendur verða að vera með eftirfarandi hlífar: tannhlíf, hanska,
handahlífar, sköflungshlífar og klofhlíf. Allar hlífar eru til sölu hjá félaginu. Ef keppandi á
ekki hlífar er hugsanlegt að fá lánað, en félagið tekur enga ábyrgð á því og keppendur verða
að sjá um að redda sér hlífum sjálf. Ekki er hægt að fá lánaða tannhlíf, hana verða allir að eiga
og kaupa fyrir mótið. Mótshaldarar skaffa brynjur og hjálma, sem allir keppendur verða að
keppa með.

Eftir mótið verður svo farið út að borða með félaginu, skráning hjá þjálfara.

ÁFRAM KEFLAVÍK!