Fréttir

Taekwondo | 14. janúar 2008

Fréttabréf Foreldrafélagsins 2007

Fréttarbréf foreldrafélags

Taekwondodeildar Keflavíkur fyrir árið 2007

 

 

Foreldrafélag Taekwondodeild Keflavíkur var stofnað í janúar 2007.  Foreldrafélagið var hugsað sem stuðningur fyrir krakkana, foreldrana og deildina.  Þetta var vettvangur til að sameina okkur í eina heild, hafa gaman og skiptast á hugmyndum og ráðum sem að við kemur Taekwondo, bæði til að styrkja krakkana okkar á mótum og í beltaprófum.

 

Í byrjun var ákveðið að við þyrftum að fá einhverja peninga inní félagið og bauð Örn Garðars. kokkur á Soho okkur að sjá um að úthluta mat á æfingarbúðum sem haldnar voru í Íþróttaakademíunni í mars 2007.  Örn gaf félaginu vinnu sína en ágóðinn af sölunni var uppá 30.000 kr.

 

Þetta kom okkar á sporið í fjáröflun félagins ákváðum við að halda flóamarkað fljótlega eftir það.  Safnað var fullt af dóti og drasli.  Átti flóamarkaðurinn að vera niðri í bæ sömu helgi og að kosningarskrifstofurnar voru með kynningu og leiki.  Því miður var rigning og við urðum því að flytja okkur inní K-húsið við íþróttavöllinn.  Það myndaðist samt mikil stemming og krakkarnir okkar fóru niður í bæ með Helga og Rut í göllunum sínum og dreifðu ljósrituðum auglýsingaspjöldum á kosningarstöðum og í Samkaupum.  Og svo fengum við óvæntan gest, Guðna Ágústsson þáverandi landbúnaðarráðherra og konu hans.  Þau versluðu hjá okkur við mikinn fögnuð og gaman að þau gæfu sér tíma til að kíkja til okkar.  Ákveðið var svo að halda flóamarkað daginn eftir niðri í bæ ef veður leyfði.  Veðrið byrjaði vel og var allt sett í gang.  Fenginn voru borð hjá Erni Garðars. og söluvarningurinn settur upp við hliðina á Bling-Bling.  Skilti var sett upp og krakkarnir sýndu listir sýnar í bardaga og pomse sem vakti athygli fólks á göngu og ökumönnum á sunnudagsrúntinum.  Urðum við samt að pakka öllu saman í flýti því að veðrið breyttist.

 

Við söfnuðum inn þessa helgi ca.75.000.kr.

 

Foreldrafélagið ákvað þar sem krakkarnir voru svo dugleg að hjálpa til við flóamarkaðinn að bjóða öllum krökkunum í pizzuveislu eftir Sparisjóðsmótið sem haldið var í maí sem að gekk vonum framar.

 

Við hjá foreldrafélaginu ákváðum að kaupa hlífar og fókuspúða til að selja fyrir okkar börn í Keflavíkurdeildinni því að það hefur verið upp og ofan að fá þessar vörur hér á landi.  Þannig að krakkarnir okkar geti verið með þær hlífar sem að óskað er eftir á mótum.  Við eyddum því upp peningunum okkar í að fjárfesta í þessum hlífum sem að við gætum svo selt áfram.

Erum við búinn að vera að selja þessar vörur í haust auk ýmissa annara hluta. Þetta gekk allt vel og við náðum að selja vel og þar af leiðandi vorum við kominn aftur með þá inneign sem að við vorum með í sumarlok.

 

Þar sem að foreldrafélagið er fyrir krakkana og foreldrana þá ákváðum við í sameiningu með kennurum (Rut og Helga) að halda fjölskylduíþróttadag sem haldinn var 30. september í boði foreldrafélagsins.  Kennarar sáu um leiki og svo kom Örn Garðars. með súpu og brauð og flestir fjölmenntu í sund á eftir.  Margir sáu sér fært að koma með krökkunum sínum eða sendu ömmu og afa sem að skemmtu sér alveg konunglega.  Þetta var rosalega skemmtilegur fjölskyldudagur sem að við þurfum að endurtaka einhvern tímann aftur. 

 

Í desember hafði Samkaup samband við okkur og bauð okkur að líma heimilisföng á umslög og setja afsl.miða inní og fengum við 50.000 kr. styrk fyrir.  Við ákváðum að taka þetta að okkur og  komum við okkur fyrir í Akademíunni.  Krakkarnir í framhaldshóp komu snemma og voru rosalega dugleg.  Helgi og Rut sendu svo krakkana fram áður en æfingu lyki og voru einhverjir foreldrar sem einnig gáfu sér tíma í að hjálpa.  Að lokum kláraði fullorðins hópurinn umslöginn.  Fæstir vissu af þessu en þetta slapp samt alveg.  Takk allir nemendur fyrir hjálpina og foreldrar sem gátu gefið sér tíma.

 

Lokahófið ákveðið.  Foreldrafélagið í samstarfi við stjórnina og kennara ákvað að gera öðruvísi lokahóf í ár eða jólabingó.  Stjórnin sá um matinn með Erni Garðars. í fararbroddi.  Hann gaf alla vinnuna fyrir utan að redda okkur besta sal bæjarins og aðstöðu til að halda flott fjölskyldujólabingó.  Foreldrafélagið, Rut og Helgi sáu um bingóið og voru vinningarnir ekki að verri endanum.  Fjölmargar verslanir styrktu okkur um verðlaunir: Bykó, Kaskó, Útisport, Kóda, Olsen-Olsen, Sportbúð Óskars, Capo, Bling-Bling, Stapafell,  Glitnir, Siemens, Lang-Best, Blómaval, Húsasmiðjan, Master Sigursteinn, Lyf og Heilsa,  Bókabúðinn, Lyfja, Gleraugnaversluninn, og foreldrafélagið.

Það voru pínu byrjunarörðuleikar en samt heppnaðist þetta bara vel og flestir ef ekki allir fóru glaðir heim þetta kvöldið og við reynslunni ríkari.

 

Að lokum ákváðum við hjá foreldrafélaginu að kaupa jólagjafir handa Rut og Helga frá öllum krökkunum.  Þau fengu Te og Kakó bolla frá Ritzenhoff og jólatré með ljósi sem að við afhentum á bingó kvöldinu sjálfu.

 

Við þökkum stjórn Taekwondodeildarinnar fyrir góðan stuðning, samvinnu og skilning á s.l. ári.

 

Við þökkum kennurum deildarinnar, Helga og Rut, fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf.  Þau eru alltaf tilbúin að leggja sitt af mörkum þegar við erum að fara að gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum okkar.  Við hefðum aldrei getað þetta án þeirra. 

 

Takmarki okkar í foreldrafélaginu er náð.  Við erum búinn að vera efla andan innan deildarinnar.  Krakkarnir eru tengdari á mótum og beltaprófum.  Þau styðja vel við hvert annað þó svo að þetta sé einstaklingsíþrótt þá erum við ein deild og eigum að styðja við hvert annað.  Foreldrarnir hafa verið duglegir að koma og kynnast öðrum foreldrum.  Það styrkir ennþá betur krakkana okkar og þegar við mætum svona samhent á mót í öðrum bæjarfélögum þá eflir það krakkana á mótunum og við erum að standa okkur ennþá betur.

 

Að lokum þökkum við ykkur foreldrum og krökkum í Taekwondo fyrir gott ár og skemmtileg kynni og alla þá hjálp sem að svo mörg ykkar hafa boðið fram.  Vonum að svo verði áfram næstu árin.

 

Vonandi eigum við eftir að gera eitthvað skemmtilegt saman þetta árið.  Auðvitað vitum við að margar hendur fá meiru áorkað en fáar hendur og viljum við endilega að þið hafið samband ef þið hafi áhuga á að vera með okkur í þessu skemmtilega félagstarfi sem hefur mikið að gera með krakkana okkar.

 

 

Með kærri kveðju ,

Foreldrafélag Taekwondodeild Keflavíkur.

 

Kolbrún Guðjónsdóttir

Matthildur ósk Emilsdóttir

Dýrleyf Rúnarsdóttir

Esther Marít Arnbjörnsdóttir