Fréttir

Taekwondo | 26. nóvember 2013

Frægðarför til Skotlands

17 keppendur úr íslenska taekwondo landsliðinu kepptu á Skottish Open mótinu um helgina og þar af voru 13 frá Keflavík. Mótið var haldið í grennd við Edininburg og voru rúmlega 40 lið sem tóku þátt. Skemmst er frá því að segja að allir íslensku keppendurnir fengu verðlaun og sumir keppendur fengu nokkur verðlaun. Keppt var í bardaga, einstaklingstækni, paratækni og hópatækni. Sumir keppendur gátu jafnvel keppt í tveimur flokkum í bardaga þegar það átti við. Á laugardegi kepptu lægri belti í bardaga og hærri belti í tækni. Á sunnudegi var það svo öfugt þannig að keppendur gætu keppt í báðum greinum ef þeir óskuðu eftir því. Íslendingarnir vöktu athygli annarra keppenda, þjálfara og dómara fyrir góða tækni, íþróttamannslega hegðun, kurteisi og keppnisskap.

 

Í lok mótsins var tekin saman heildarárangur fyrir tækni, bardaga og svo samanlagður árangur beggja greina og gefnar viðurkenningar. Íslenska landsliðið var með besta árangur allra liða í tækni (það voru bara Keflvíkingar að keppa í tækni), annan besta árangur liða í bardaga og annan besta samanlagðan árangur. Það er ótrúlega góður árangur sérstaklega í ljósi þess að mörg önnur lið voru mun stærri en íslenska liðið. Það var liðið Manchester Sport taekwondo sem sigraði samanlagðan árangur og í bardaga en það lið skartaði rúmlega 40 keppendum, meira en tvöfalt meira en íslenska liðið.

Árangur íslenska liðsins

Gull – 18 (Keflavík var með 16 af þeim)

Silfur – 11 (Keflavík – 9)

Brons – 9 (Keflavík – 8)

 

Adda Paula Ómarsdóttir – Silfur í einstaklingstækni, gull í paratækni

Arnar Bragason (Afturelding) – Silfur í bardaga

Ágúst Kristinn Eðvarðsson – Gull í bardaga og silfur í einstaklingstækni.

Ástrós Brynjarsdóttir – Gull í bardaga, gull í einstaklingstækni, gull í paratækni

Bjarni Júlíus Jónsson – Gull í bardaga, brons í bardaga, brons í bardaga og brons í hópatækni.

Daníel Aagard Nielsen Egilsson –  Gull í bardaga, gull í bardaga og gull í einstaklingstækni

Daníel Arnar Ragnarsson – Brons í einstaklingstækni

Erla Björg Rúnarsdóttir (Afturelding) – Gull í bardaga og silfur í bardaga

Helgi Rafn Guðmundsson – Gull í einstaklingstækni og silfur í bardaga

Herdís Þórðardóttir (Afturelding)  – Gull í bardaga

Hrafnhildur Rafnsdóttir (Björk) – Brons í bardaga

Karel Bergmann Gunnarsson – Silfur í bardaga, silfur í einstaklingstækni og silfur í hópatækni

Kolbrún Guðjónsdóttir – Gull í einstaklingstækni

Kristmundur Gíslason – Gull í bardaga, silfur í hópatækni og brons í einstaklingstækni

Svanur Þór Mikaelsson – Gull í bardaga, gull í paratækni, silfur í einstaklingstækni og brons í hópatækni

Sverrir Örvar Elefsen – Gull í bardaga, gull í paratækni, silfur í hópatækni og brons í einstaklingstækni.

Ægir Már Baldvinsson – Gull í bardaga, silfur í einstaklingstækni, brons í bardaga og brons í hópatækni