Fréttir

Taekwondo | 22. apríl 2009

Frá foreldrafélagi Selfoss, gisting,sjoppa og kvöldvaka

 

Eins og flest ykkar vita þá fer fram TSH mót á Selfossi helgina 25.-26.apríl 2009.  Gistiaðstaða   er í boði í Tíbrá (við hliðina á Iðu), 700.- krónur nóttin á mann.  Þeir sem vilja nýta sér þá aðstöðu hafi samband við Ófeig í síma 849-3845 fyrir kl:16:00 föstudaginn 24.apríl.
Á staðnum verður sjoppa sem selur samlokur, orkudrykki, bakkelsi, jógúrt, skyrdrykki, kókómjólk o.fl.  Í hádeginu verður seldur heitur matur á 500.- Starfsmenn á mótinu fá matinn fríann.
Eftir mótið á laugardaginn verður kvöldvaka í Iðu.  Margt skemmtilegt verður í boði og hvetjum við öll félög til að taka virkann þátt í þessari skemmtun hjá okkur á Selfossi. 
 Pizza og gos fyrir 1000.-
Dragshow.  Keppt verður um dragdrottningu kvöldsins og dragkóng.  Við skorum á alla iðkendur að taka þátt og þá sérstaklega þjálfara ?  Vegleg verðlaun  eru í boði fyrir flottasta kónginn og drottninguna.  Kynnir verður dragdrottningin sjálf frú ------   endilega farið nú vel í gegnum fataskápinn ykkar og finnið flottan klæðnað fyrir keppnina.  Gott ef þið getið komið með eitthvað til að lána öðrum ef vantar.
  Hásparkskeppni  
   Limbo
  Reipitog, nú reynir á félögin að sýna fram á krafta sýna og getu ? 
  Þrautabraut
  Og margt fleira skemmtilegt ?
Skráning á kvöldvökuna fer fram í sjoppunni í Iðu á laugardeginum.