Fréttir

Taekwondo | 31. október 2012

Flutningar núna um helgina

Nú er komið að því! Taekwondo deild Keflavíkur og Judodeild UMFN munu flytja allan búnað og byrja með æfingar í nýja húsnæðinu á Iðavöllum 12 strax á mánudag! 

Sunnudag kl 10:00 : Allir sem geta mundað tusku mæta á Iðavelli 12 með tuskur, fötur, moppur, efni til að þrífa og skúra, fötur, ruslapoka osfv. Við tökum staðinn í gegn og þrífum hann hátt og lágt. Þurfum helling af fólki því húsið er yfi

r 400 fm. Þegar þrifin eru búin verða dýnurnar og búnaður sóttur í Sporthúsið af öllum þeim sem hafa aðgang að stórum bílum. Svo færum við þetta í nýja húsnæðið, komum okkur fyrir, finnum stað fyrir nýja bikarinn okkar og kveðjum húsnæðið á Ásbrú sem er búið að halda á okkur hita síðustu 4 árin!

Látið ganga til fólks sem þið þekkjið og fjölmennum. Spurning um að við förum á langbest Ásbrú eftir flutningana og fáum okkur pizzur?

Nánar á facebook síðu deildarinnar https://www.facebook.com/groups/tkdkef/
Kort af staðnum http://ja.is/kort/#q=index_id:436977&x=325090&y=393371&z=9 Iðavellir 12, inngangurinn nær kasko

ATH engin æfing á föstudag!

kv Helgi