Fréttir

Taekwondo | 5. október 2008

Fjölskyldudegi lokið

Foreldrafélag

Taekwondo deildar Keflavíkur

 

Þakkar foreldrum og iðkendum fyrir skemmtilegan fjölskyldudag.

 

Síðasta sunnudag 28. september hélt foreldrafélag Taekwondodeildar Keflavíkur

upp á fjölskylduíþróttadag í Íþróttaakademíunni.  Þetta er annað skiptið sem að foreldrarfélagið í samstarfi með kennurum deildarinn, Helga og Rut standa að svona íþróttadag.  Það mættu alls um 120 manns, þ.e. iðkendur, foreldrar og systkyni.   Þetta vakti mikla lukku á meðal barnanna ekki síður foreldranna sem að skemmtu sér með eindæmum vel í reipitogi, boltaleik og boðhlaupi svo eitthvað sé nefnt.  Eftir mikla og harða keppni á milli liða fengu allir sér súpu og brauð að lokum frá Erni Garðars í Soho.

 

Foreldrafélagið færði deildinni rafbrynjur að gjöf.  En er það nýung sem er farið að nota erlendis og mun byrja hér á landi í haust.  Aðeins er eitt annað félag á landinu sem að á svona brynjur. Deildin þakkar kærlega fyrir þessa dýrmætu gjöf. Brynjurnar eru mikilvægur þáttur í því að undirbúa keppendurnar okkar fyrir mót.

 

Einnig kom Karl Einar og Árni sonur hans færandi hendi.  En þeir feðgar hafa búið til vagna á hjólum til að setja dýnurnar í þannig að auðveldari verður fyrir kennara og iðkendur að leggja dýnurnar og taka af.  Auk þess verndar þetta dýnurnar og auðveldar flutning þeirra ef þess þarf.  Og þökkum við þeim fyrir frábæra gjöf.

 

Að lokum viljum þakka Helga og Rut fyrir skemmtilega leiki og Erni fyrir frábæra súpu.

Og ykkur foreldum og börnum fyrir þáttökuna.

Það er greinilegt að það er barn í okkur öllum.

 

Með þökk fyrir skemmtilegan dag

Foreldrafélag Taekwondo

 

Ester, Aníta, Dilla, Matta og Kolla