Fjölskyldudagur foreldrafélagsins
Taekwondo – fjölskyldudagur.
Kæru iðkendur, mömmur, pabbar, systkyni og aðrir sem hafa áhuga á að vera með.
Endilega komið og sprellið með okkur - Það verður bara fjör.
Nú er komið aftur að því að hafa fjölskyldudag hjá Taekwondofélagi Keflavíkur.
Þar sem að þessi dagur gerðir svo mikla lukku í fyrra ákváðum við hjá foreldrafélaginu að endurtaka þennan skemmtilega fjölskyldudag.
Hann verður næsta Sunnudag 28 september 2008. Frá klukkan 10:45 þangað til að við erum búin að skemmta okkur og borða súpu frá Erni Garðars hjá SOHO eins og í fyrra.
(eða til c.a. 14:00).
Prógrammið er svona:
Farið verður í leiki sem kennarar stjórna. (mætið tímanlega því að leikirnir byrja kl. 11:00)
Eftir leikina verður boðið uppá súpu að hætti Arnar Garðars.
Iðkendur koma í göllum en foreldrar og systkyni koma í íþróttarfötum.
Verðið er 200 krónur á mann.
Með bestu kveðju um von um að sjá sem flesta.
Foreldrafélag Taekwondo
Aníta, Ester, Dilla, Matta og Kolla.