Fjölskyldudagur Foreldrafélagsins
Íþróttafjölskyldudagur gekk vonum framar.
Íþróttadagurinn sem haldinn var 30. sept síðastliðin gekk vonum framar. Það mættu ca.120 börn og foreldrar. Það var rosalega gaman að sjá svona marga foreldra sem gáfu sér tíma í að koma með börnunum sínum til að hafa gaman. Við tókum eftir því að krökkunum fannst rosalega gaman að mamma og pabbi gátu tekið þátt í smá sprelli, ekki síður foreldrarnir höfðu gaman af að vera með í sprelli. Farið var í ýmsa leiki, dansað, foreldrafélagið kynnt auk upplýsingar frá kennurum um íþróttina, stjórnin kynnt. Svo var borðuð súpa og brauð. Auk sáu sér margir fært um að fara í sund. Við þurfum endilega að endurtaka þetta einhverntíman aftur. Okkur í foreldrafélaginu langar til að þakka Rut og Helga fyrir að gefa sér tíma til að koma og stjórna þessu fyrir okkur. Svo viljum við þakka Erni Garðars Kokki (soho.is) fyrir þessa frábæru súpu og brauð sem að hann kom með til okkar. Gaman er að taka það fram að það var Örn sem að kom foreldrafélaginu á stað með 30.000. styrk í vor. Þannig að við höfum honum mikils að þakka. Svo viljum við þakka ykkur foreldrum sem sáuð ykkur fært á að mæta.
Kv Foreldrafélagið
myndir af Fjölskyldudeginum er komnar inná myndsíðuna