Fréttir

Taekwondo | 29. mars 2011

Fjáröflun, video og peysumátun á laugardag

Fjáröflun og mátun

Nú er aftur komið að því að líma á umslög og setja afsláttarmiða í eins og við höfum gert undanfarin ár.
Við ætlum að hittast í aðstöðu Keflavíkur í Toyota höllinni, Sunnubraut, laugardaginn 2. apríl kl. 11.00. Þetta er eitt af okkar
fáu fjáröflunum og þvi er mikilvægt að sem flestir sjái sér fært að mæta og hjálpast að. Á sama tíma verður hægt að máta og panta peysur og horfa á video fyrir börnin.

Foreldrafélagið ætlar að standa fyrir pöntun á peysum. Peysurnar verða merktar taekwondo, með mynd
á bakinu og með Keflavíkurmerkið. Verð á peysum er aðeins 4000 kr. Hægt verður að máta peysur á
laugardaginn. Við viljum að fólk borgi peysurnar við pöntun.

Með bestu kveðjum

Foreldrafélag Taekwondodeildar Keflavíkur