Ferðalagið á HM 16-17 mars
Núna eru þau Ástrós Brynjarsdóttir, Karel Bergmann Gunnarsson og Sverrir Örvar Elefsen taekwondokappar komin til Taiwan þar sem þau munu vera næstu 2 vikurnar við keppni og æfingar. Á föstudag keppa Sverrir og Karel á úrtökunni fyrir Ólympíuleika æskunnar og í næstu viku keppa þau öll á heimsmeistaramóti unglinga í taekwondo. Mótið er mjög stórt, en það eru um 50 keppendur í hverjum flokki. Ferðalagið er langt, um 32 tímar og voru þau að komast á hótelið á hvíla sig.
Meðfylgjand myndband sínir hluta úr ferðalaginu á staðinn. Á morgun hefjast svo æfingarnar úti.