Fréttir

Taekwondo | 31. janúar 2006

Feðgar þjálfa

Taekwondo iðkendur hafa síðustu tvo föstudaga haft frekar óvenjulega þjálfara.  Hin tólf ára gamli Pétur Rafn Bryde hefur séð um þjálfunina ásamt Pétri föður sínum. Pétur Rafn  tók poombelti fyrir ári síðan. Poombelti er svart belti fyrir þá sem ekki hafa náð sextán ára aldri, sem er lágmarks aldur svarts beltis. Það eru ekki margir krakkar á Íslandi sem hafa náð að taka svart belti svona ungir.
Pétur Rafn er góð fyrirmynd annarra iðkenda, enda duglegur og góður íþróttamaður. Hann hefur keppt á mótum bæði hér heima sem erlendið og gengið vel. Hlaut hann meðal annars gull í poomse (formum)  á Irish Open 2005, sem fram fór í Dublin á Írlandi þann 5-6 nóvember 2005.
Á myndasíðu deildarinnar eru nokkrar myndir frá æfingum þeirra feðga Péturs og Péturs. Sem hafa verið mjög skemmtilegar og kröftugar.