Dojang Dreka mót,
Annað af þremur Dojang dreka mótum vetrarins var haldið laugardaginn 4 febrúar í Engjaskóla. Á mótinnu voru 85 keppendur frá sex félögum (Stjarnan, Fjölnir, Aftureldingu, Selfoss, HK, Þór Akureyri og auðvita við).
Áttum við um tylft krakka á þessu skemmtilega móti, og gekk þeim öllum vel, sérstaklega var aðdáunarvert að fylgjast með drengjunum sem voru að taka þátt í sínu fyrsta móti.
Keppt var í formum (poomsae), bardaga (sparring) og þrautabraut. Eins og alltaf var þrautabrautin vinsælust meðal krakkana, en að þessu sinni komst enginn Keflvíkingur í úrslit í þrautabraut. Aftur á móti áttum við fjóra af fimm keppendum í úrslitum formum í flokki barna með appelsínugult og grænt belti. Þar hlaut Óðinn Már silfur og Ævar Þór brons. Jón Bjarni sem keppti í flokki fullorðinna með lægri belti hafnaði í þriðja sæti í formum, og fékk því brons.
Í bardaga (sparring) var keppt í þremur þyngdar flokkum hjá börnum með lægir belti. Sem leiðir til þess að svipað stórir krakkar eru að keppa saman, en þau geta verið allt frá byrjendum sem hafa gula rönd til þeirra sem hafa blátt belti.Jón Steinar fékk silfur í öðrum flokki. Ívar fékk silfur og Tómas brons í þriðja flokk. Þetta er frábær árangur hjá strákunum sem voru að keppa á sínu fyrsta móti.
Þórir Elvar sem var eini keppandi okkar í fullorðins flokki í bardaga fékk hann silfur í sínum flokki.