Fréttir

Taekwondo | 10. febrúar 2020

Date night fyrir foreldra - pizza og leikir fyrir krakkana

Föstudaginn 14. febrúar er Valentínusardagurinn. Er þá ekki kjörið að senda krakkana á leikja og videokvöld í Bardagahöllini á Smiðjuvöllum og fara svo á smá stefnumót?

Þjálfarar taekwondo deildar Keflavíkur verða með leiki og áskoranir, meðal annars með 2020 brynjurnar. Það verður pizza í matinn og sýnd mynd við allra hæfi. Aldurstakmark 6 ára. Skráning á https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfjsmuFwnwkkdm7vBOOOXXfC793359tX4xeP3wSTmawaKO69Q/viewform?fbclid=IwAR2IPZCIQw-xGznMcxXE2Q_XEDcr0Ni4TgjRhEJGgtzNQJhfpjkq97UtQRk

Mæting er kl 18 og sækja þarf krakkana ekki seinna en kl 22. ATH að krakkarnir þurfa ekki að vera að æfa hjá taekwondo deildinni til að vera með. 


Kostar 3.000kr á mann.

?ATH að æfingarnar kl 18 og 19 falla ekki niður heldur verður sameiginleg kl 18-19 og hún verður í judosalnum.