Fréttir

Taekwondo | 15. maí 2014

Breytingar vegna Norðurlandamóts

Í dag fimmtudag er æfing kl 16:10 eins og venjulega fimmtudaga. Kl 18 þurfum við hjálp í Bardagahöllinni við að taka dýnurnar af gólfinu og svo verða þær fluttar í Sunnubraut. 
 Á morgun föstudag eru engar æfingar nema fyrir þá sem eru að keppa um helgina. Allir mæta kl 15 (keppendur og allir sem geta hjálpað) og röðum dýnunum niður á gólfið í Sunnubraut, tökum svo létta upphitun, teygjur og skerpum fókus fyrir mótið. 

Á laugardag er svo stærsti viðburður sem haldinn hefur verið í taekwondo á Íslandi þegar Norðurlandamótið verður haldið í Sunnubraut Reykjanesbæ. Við skulum öll vera gífurlega þakklát fyrir þetta góða tækifæri og vinnuna sem hefur verið lögð í það að koma mótinu hingað. Þess fremur skulum við öll hjálpast að við að gera gott mót með því að mæta með fjölskyldumeðlimi og vini til að hvetja Ísland áfram á mótinu.

Áfram Ísland!