Fréttir

Taekwondo | 6. nóvember 2012

Bikarmót 24-25 nóvember í Keflavík

 

Fyrsta bikarmótið fyrir veturinn 2012-2013


Bikarmótið verður haldið í Íþróttahúsinu við Akurskóla í Reykjanesbæ (kort http://ja.is/kort/#q=index_id:996513&x=328053&y=390510&z=9) 24 og 25. nóvember næstkomandi. Mótið hefst kl 10:00. Yngsti hópurinn (11 ára og yngri á mótsdag) keppir á laugardeginum á þreem gólfum, einu poomsae og tvem sparring. Á sunnudeginum keppa allir sem eru 12 ára og eldri (cadet, junior, senior og superior) á tvem gólfum. Mótstjórn áskilur sér rétt til að breyta þessu fyrirkomulagi í samræmi við skráningar.

 

Mótsfyrirkomulag verður eins og verið hefur á bikarmótum.

Í yngri flokkunum á laugardag verður leitast við að skipta keppendum í 4 manna hópa sem keppa í sparring en í poomsae keppa tveir hópar saman (8 iðkendur) .

 

Á sunnudeginum verður leitast við að fara eftir reglum WTF í flokka skiptingu og mótsfyrirkomulagi, svo framarlega sem það er hægt, bæði í sparring og poomsae. Ávallt hefur verið þörf á sameiningum í flokkana og því áskilur móstjórn sér þann rétt að sameina fámenna flokka.

 

Skráning smellið hér
 

Keppnisgjaldið er 1500 fyrir 11 ára og yngri og 2500 fyrir 12 ára+ og greiðist til þjáfara