Fréttir

Taekwondo | 11. október 2009

Bikarmót 1 31/10-1 /11

Fyrsta bikarmótið á þessu tímabili verður haldið 31-1 okt-nóv í  íþróttahúsinu Varmá, Mosfellsbæ.

Barnabikarinn (12 ára og yngri, m.v. keppnisdag) verður laugardaginn 31. okt
Bikarmót (13 ára og eldri, m.v. keppnisdag) verður sunnudaginn 1. nóv

Vigtun og skráning byrjar 9:30 báða daga og mótið hefst kl 10:00

Á laugardeginum verður byrjað á keppni í barnaflokkum í poomsae og er flokkaskiptingin eftirfarandi:
1. flokkur: 10.-9. geup
2. flokkur: 8.-7. geup
3. flokkur: 6.-5. geup
4. flokkur: 4. geup og yfir
 
Þeir keppendur sem ná fimm hæstu einkunnum í hverjum flokki komast áfram í úrslit.
 
Vigtun fyrir barnaflokka í kyorugi byrjar kl. 9.30 og verður samhliða keppni í poomsae.
 
Keppni í barnaflokkum í kyorugi hefst svo að poomsae keppni lokinni. Flokkaskipting verður tilgreind á keppnisstað. Börn munu keppa 2x1 mínútna bardaga með 15 sekúndna hvíld á milli lota. Kyorugi keppnin er útsláttarkeppni.
 
Að lokinni keppni í kyorugi verður svo verðlaunaafhending. Allir keppendur munu fá viðurkenningu fyrir þátttöku en einnig verða veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sæti hvers flokks. Þá verða einnig veitt verðlaun fyrir keppanda mótsins, en það er sá sem sýnir fram á bestan árangur í kyorugi og poomsae.
 
Vigtun fyrir fullorðinsflokka í kyorugi fer svo fram að lokinni keppni á laugardeginum.
 
Sunnudagur: Bikarmót
 
Á sunnudeginum verður byrjað á keppni í fullorðinsflokkum í poomsae og er flokkaskipting eftirfarandi:
1. flokkur: 10.-5.geup
2. flokkur: 4. geup og yfir
 
Þeir keppendur sem ná fimm hæstu einkunnum í hverjum flokki komast áfram í úrslit.
 
Vigtun fyrir fullorðinsflokka í kyorugi, fyrir þá sem komust ekki í vigtun á laugardeginum, byrjar kl. 9.30 og verður samhliða keppni í poomsae.
 
Að lokinni keppni í poomsae verður byrjað á keppni í fullorðinsflokkum í kyorugi. Flokkaskipting verður tilgreind á keppnisstað. Fullorðnir keppa 2x2 mínútna bardaga með 30 sekúndna hvíld á milli lota. Kyorugi keppnin er útsláttarkeppni. Rafrænar brynjur verða að einhverju leiti notaðar við dómgæslu í sumum flokkum og ræðst það á keppnisstað.
 
Að lokinni keppni í kyorugi verður svo verðlaunafhending í fullorðinsflokkum. Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hverjum flokk. Þá verða einnig veitt verðlaun fyrir keppanda mótsins, en það er sá keppandi sem sýnir fram á bestan árangur í kyorugi og poomsae.
 
Þátttökugjald er 3000 kr. fyrir eina eða tvær greinar.
 
Skráningarmiða ásamt keppnisgjaldi þarf að skila til kennara, ekki seinna en föstudaginn 23. október.
Lágmarksgráða til að mega keppa er gul rönd (10 geup.)