Fréttir

Taekwondo | 25. apríl 2007

Besta mót Keflvíkinga frá upphafi

Á laugardaginn síðasta mætti Keflavík með rúmlega 40 keppenda lið á síðasta mót Bikarmótaraðar TSH. Á mótinu voru tæplega 200 keppendur frá öllum félögum á landinu og var það haldið í Fölnishúsinu.

Aldrei áður hefur jafngóður árangur sést hjá Keflvíska liðinu, en Keflvíkingar unnu flesta flokka sem þeir sendu keppendur í og áttu samtals 24 verðlaunasæti, og þar af 9 gull. Allir stóðu sig þó mjög vel og vakti Keflvíska liðið mikla athygli á meðal hinna liðanna. Stjarna liðsins var hiklaust Aron Yngvi Nielsen sem hampaði bikarmeistaratitlinum eftir frábært keppnistímabil. Hann var vel að titlinum kominn, en hann er mjög efnilegur bardagamaður og á framtíðina fyrir sér. Hann var ásamt Jón Steinari Brynjarssyni, einnig úr Keflavík, og Ingibjörgu Erlu úr Fjölni jafn að stigum fyrir mann þessa móts, en Ingibjörn vann bráðabanakeppnina og varð keppandi mótsins að þessu sinni, en stærsti var í höndum Arons og Keflvíkinga.

Verðlaunahafar hjá Keflavík voru eftirfarandi:

Poomsae (form)

Ástrós Brynjarsdóttir       1  sæti
Hrefna Ósk Jónsdóttir      2. sæti
Aron Yngvi Nielsen          2. sæti
Jón Steinar Brynjarsson    2. sæti
Helgi Rafn Guðmundsson  3. sæti

Þrautabraut

Sverrir Örvar Elefsen         1. sæti

Kjorúgí (bardagi)

Óðinn Már Ingason           1. sæti
Guðmundur Jón Pálmason 1. sæti
Þröstur Ingi Smárason       3. sæti
Jón Steinar Brynjarsson     1. sæti
Kristján Lee Kinser           3. sæti
Óðinn Víglundsson            3. sæti
Aron Yngvi Nielsen           1. sæti
Kristmundur Gíslason        2. sæti
Hannes Dagur Jóhannsson 3. sæti
Sigurfinnur Snorrason        3. sæti
Eyþór S. Rúnarsson          3. sæti
Þórir Elvar Ólafsson          2.sæti
Kristján Aron Hjartarson   1.sæti
Ari Viktor Sigurjónsson     2. sæti
Gunnar Gústaf Logason     3. sæti
Brian Jóhannessenn           1. sæti
Örn Garðarsson                2. sæti
Ari Normandy                  1. sæti
Helgi Rafn Guðmundsson  2. sæti