Beltaprófi lokið
Föstudaginn síðastliðna var risastórt beltapróf í Íþróttaakademíunni. Metmæting eða 110 manns frá Keflavík og Grindavík og allir stóðust prófið. Mikil keyrsla var á prófinu þar sem tíminn var naumur. Prófið byrjaði klukkan 16:30 og var því lokið rétt fyrir 22:00. Master Sigursteinn var ánægður með útkomuna og enn verður minnst á hinn mikla vöxt sem á sér stað í félaginu. 60 manns voru að taka fyrstu tvö beltin, en fyrir ári síðan voru færri en 60 manns samtals í öllu prófinu. Það er því augljóst að það er mikil gróska í iþróttinni á Suðurnesjunum.
Merkilegur atburður átti sér stað þegar 6 ára gamalt armbeygjumet SsangYongTaeKwon var slegið á prófinu. Þetta met var í eigu Elvar Einirs úr Fjölni sem gerði 202 armbeygjur fyrir rúmum 6 árum. Þröstur Ingi Smárason gerði hvorki meira né minna en 230 armbeygjur án þess að eiga í miklum vandræðum með það og sló því metið út með miklum yfirburðum. Það sem kannski merkilegra er að 2 aðrir ungir menn fóru líka yfir 202 armbeygjur á sama prófi. Það voru þeir Marel Sólimann Arnarson og Sverrir Örvar Elefsen.Þeir hafa keppst mikið um að ná sem flestum armbeygjum en Þröstur stóð uppi sem sigurvegar í þeirri keppni. Armbeygjumetið var því þríslegið á þessum degi. Það er greinilegt að Rut sem kennir þeim einmitt öllum er með þá í góðu armbeygjuprógrami. Nú eru 5 Keflvíkingar búnir að fara yfir 200 armbeygjur á æfingum og 2 búnir að fara yfir 300 þannig að spennandi verður að sjá hvað gerist á næsta beltaprófi. Óðinn Már Ingason átti áður Keflavíkur metið á beltaprófi með 174.
5 rauðbeltingar úr keppnishópnum hjálpuðu til við prófið og stóðu sig mjög vel.
Myndir frá beltaprófinu eru á myndasíðu Rutar og Helga