Fréttir

Taekwondo | 4. apríl 2008

Beltapróf og TSH

TSH mót og beltapróf

 

 

 

Beltapróf

Föstudaginn 18 apríl nk verður beltapróf í Íþróttaakademíunni. Prófið byrjar kl 16:30 og verður fram eftir kvöldi fyrir suma hópa. Þeir sem kunna allt sem er tilgreint í beltakröfunum, hafa mætt vel á æfingar og eru tilbúnir fá að fara í prófið. Próftakalisti verður gefin út bráðum ásamt nánari dagskrá. Mikilvægt er að æfa sig vel heima til að vera viss á sínu. Ath að einungis þeir sem borgað hafa æfingagjöld geta tekið beltapróf. Prófgjaldið er 2.500 kr fyrir gula rönd-grænt belti og 4.500 fyrir blátt belti og hærra. Drekaklúbbar gilda sem 500 kr. afsláttur pr klúbb. Tekið verður við prófgjöldum í vikunni fyrir prófið.

 

 

TSH mót

TSH mótið verður síðan haldið í íþróttahúsinu við Sunnubraut, á móti Sundmiðstöð Reykjanesbæjar, 26-27 apríl. Þetta er aðalatburður ársins og ætlast er til að allir iðkendur og foreldrar verði viðstaddir. Keppt verður í bardaga á laugardeginum, og formum, showbreak (16 ára aldurstakmark) og þrautabraut á sunnudeginum. Athugið að því fleiri greinar sem keppt er í því meiri líkur eru á að vinna sér inn stig fyrir félagið sitt og meiri líkur á að verða keppandi mótsins og fá bikar. Skráning er hafin. Keppnisgjöld eru 2500 pr keppanda, sama hversu mörgum keppnisgreinum er keppt í. Drekaklúbbar gilda sem 500kr afsláttur pr klúbb. Skilið skráningarblaði sem fæst hjá þjálfara ásamt keppnisgjöldum sem allra fyrst. Ekki verður tekið við skráningum eftir mánudaginn 14 apríl og EKKI VERÐUR TEKIÐ VIÐ SKRÁNINGARBLÖÐUM ÁN KEPPNISGJALDA.

Búist er við að þetta verð stærsta mót em haldið hefur verið á Íslandi, það stærsta hingað til var mótið í Íþróttaakademíunni í fyrra, 200 keppendur. Þetta er stóri viðburðurinn, ekki láta ykkur vanta!! Áfram Keflavík!

 

Hvert félag þarf að skrá starfsmenn á mótið og fer fjöldi þeirra eftir fjölda keppenda. Keflavík verður með stærsta liðið og þurfum þar af leiðandi að útvega flesta starfsmenn. Þeir sem mögulega geta hjálpað til og verið starfsmenn eru beðnir um að láta vita hjá þjálfara. Reynsla af taekwondo er ekki nauðsynleg. Ef ekki fást nægilega margir starfsmenn munu keppnisgjöldin hækka um 1.000 krónur pr keppanda til að ná uppí kostnaðinn. Margar hendur vinna létt verk!