Fréttir

Taekwondo | 8. desember 2007

Beltapróf, bingó og jólafrí

Beltapróf, bingó og jólafrí

 

 

 16 desember verður beltaprófið haldið. Þá kemur meistari SsangYongTaeKwon, master Sigursteinn Snorrason (5.dan svart belti) og sér um prófið. Þeir sem hafa greitt æfingagjöld, mætt sem skildi, kunna og geta það sem er tilgreint í beltakröfum fá að fara í próf.

Allir sem taka próf skulu mæta 15-30 min fyrir próf til að hita upp og gera sig tilbúna. Próftíminn er tilgreindur á próftakalistanum. Prófgjald er 2.000 kr fyrir gula rönd-grænt belti en 4.000 kr fyrir blátt belti og hærra. Drekaklúbbar gilda sem 500kr afsláttur pr klúbb. Prófgjald skal greitt til kennara á æfingu í vikunni fyrir prófið til að koma í veg fyrir tafir á prófdag.

 

Þeir sem eru að taka fyrsta beltið, gul rönd á hvítu belti, og eru í barnaflokkum, eru í prófi frá 9-12 gult belti á sama tíma

12:30- eru þeir sem eru að taka appelsínugult og grænt belti barna

15- blá og rauð belti

17 fullorðnir

 

Prófin eru í Akademíunni

 

Nánari upplýsingar um beltapróf almennt má fá í Taekwondo bókinni og undir tenglinum beltapróf

 

17 desember verður síðan jólaæfing. Eftir æfinguna verður Bingó og matur. Verð er 500 kr.og innifalið er æfing, matur og eitt bingóspjald. Aukaspjöld kosta 100 kr Skráið ykkur og skilið til kennara í vikunni.  Eftir þennan dag verður jólafrí til 7 janúar. Dagskráin er eftirfarandi

16:30-17:30 jólaæfing fyrir alla fjölskylduna

18 - Bingó og eftir það matur

 

 

 

Við hjá taekwondo deildinni þökkum kærlega fyrir okkur þessa önn og vonum að sem flestir komi aftur eftir jólafrí. Það verður mjög spennandi að fara inn í næsta ár því svo margir nýir eru komnir inn og enn fleiri sem eru á biðlista. Ef iðkendur ná beltapróf geta þeir fengið að keppa á taekwondo móti, en a.m.k.tvo stór mót verða haldin á næsta ári og má þess geta að á síðasta móti átti Keflavík besta árangur allra liða á landinu. Eftir miklar kynningar í haust varð einn hópur (Börn 1) svo stór að það þurfti að loka fyrir skráningar í hópinn og taka upp biðlista. Eftir áramót er stefnt að því að skipta þeim hóp í tvennt vegna stærðar, en það þýðir betri kennsla og þjálfun fyrir hvern og einn. Þá munu vera hópar fyrir 2 bekk og yngri, 3-4 bekk, 5-7 bekk og 8 bekk+ . Fylgist vel með á heimasíðunni og verið tímanlega í að skrá ykkur fyrir næsta tímabil því síðast komust færri að en vildu.

 

Bestu jóla, áramóta og baráttukveður til allra iðkanda

 

Kennarar

Stjórnin

Foreldrafélagið