Fréttir

Taekwondo | 4. desember 2011

Beltapróf 18. des

Næsta beltapróf verður haldið sunnudaginn 18. desember n.k. Nánari tímasetning kemur bráðum, en væntanlega verður í þessa áttina: 
Börn að taka gula rönd- gult belti fyrir hádegi
Börn að taka appelsínugult belti - rauða rönd eftir hádegi
Rauð belti/fullorðnir síðdegis

Þeir sem eru að fara fá tilkynningu um það á næstu æfingum. Skoðið vel um beltapróf á síðunni. 

ATH enn og aftur að það fara ekki allir í beltapróf, hugsið vel og vandlega um:

1. Kunnið þið það sem þarf að kunna? Hugtök og nöfn á íslensku og kóresku
2. Hvernig er framkvæmdin á tækninni, myndbönd á síðunni sýna hvernig hún skal vera
3. Hversu vel hafiði mætt á æfingar, mót, æfingabúðir eða aðra viðburði?
4. Hvernig er hegðunin á æfingum? Hversu mikinn metnað sýnið þið í að verða betri?

Belti eru ekki keypt og þau eru ekki innifalin í því að vera á staðnum. Gerðar eru kröfur og iðkendur skulu standast þær ef þeir ætla að fá að fara í próf og ná því. Ef þjálfarar telja iðkendur ekki vera tilbúna þá er alltaf próf eftir þetta próf. Það eru haldin c.a. 5-6 próf á hverju ári, en iðkendur taka að meðaltali 1-2 próf á ári.