Beltapróf
Beltapróf
Föstudaginn 12. maí síðastliðinn, var haldið beltapróf fyrir iðkendur Taekwondo í Myllubakkaskóla. Master Sigursteinn Snorrason (4-dan) var prófdómari, en honum til aðstoðar, voru Þorri Birgisson (þjálfari okkar Keflvíkinga) og Pétur Pétursson.
Alls þreyttu 37 iðkendur, á aldrinum 6 til 40+ prófið, allir stóðu þeir sig með prýði og náðu nýrri prófgráðu og þar með nýju belti, sem er óvenjulegt fyrir svona stóran hóp.
Í beltaprófinu nú voru ellefu iðkendur voru að taka sína fyrstu prófgráðu, sem er 10- geup, gul rönd,
átta krakkar tóku 9-geup sem er gult belti,
þrír krakkar tóku 8-geup, appelsínugult belti,
níu krakkar tóku 7-geup, grænt belti,
fjóri iðkendur tóku 6-geup blátt belti.
Og einn (Einar Snorrason) tók 5-geup blátt belti með rauðri rönd, og
Pétur Bryde tók 4-geup sem er rautt belti.