ATH varðandi beltapróf vorönn 2012
ATH að það verður ekki sérstakur dagur fyrir próf á þessari önn. Það verður tekið símat á æfingum, mótum og æfingabúðum. ATH að allir iðkendur Keflavíkur þurfa að mæta á æfingabúðirnar 11-13 maí, þar verða iðkendur m.a. metnir. Auk þess mun það hjálpa til muna að taka þátt í bikarmótinu 20-21 apríl. Önnur mót sem hafa verið á önninni, Íslandsmótið og bikarmótið í janúar verða líka tekið inn í. Svo verður metið á æfingum út önnina og sérstaklega fram að æfingabúðunum.
Skoðið kaflann um beltapróf á síðunni, kröfurnar eru þær sömu /TaeKwondo/Beltaprof/. Metið verður eftir kunnáttu, getu (frammistöðu), mætingu og viðhorfi. Munið að því hærra belti sem er tekið því meiri kröfur og yfirleitt því meiri tími á milli, t.d. helmingi fleiri æfingar að lágmarki fyrir rautt belti heldur en blátt.
Ef iðkandi fer ekki á mótið getur hann fengið belti á önninni?
Það er mögulegt en fer þó eftir öðrum þáttum líka. Það að taka þátt í mótum og standa sig vel mun bæta iðkendur hraðar og þ.a.l. hraða því að þeir fái næsta belti. Iðkendur ættu að taka þátt í mótum til að bæta færni sína óháð því hvort þeir stefni á næsta belti eður ei.
Ef iðkandi fer ekki á æfingabúðirnar getur hann fengið belti á önninni?
Mjög líklega ekki, en það fer þó eftir annarri frammistöðu á önninni, ath að allir iðkendur eiga að taka þátt í þessum æfingabúðum óháð því hvort þeir stefni á næsta belti eða ekki. Á æfingabúðunum verður síðasta stöðumat annarinnar og munu þær telja mjög stóran hluta af einkunn.
Ef iðkandi fer á æfingabúðirnar og mótið, mun hann þá fá belti á önninni?
Það er ekki sjálfsagt. Iðkandinn þarf að standast allar kröfur, kunna orð og tækni, framkvæma þær vel og rétt, hafa mætt nógu vel og bætt sig frá síðasta prófi, haga sér vel, vera duglegur og hjálpsamur á æfingum osfv.
Í vikunni eftir æfingabúðirnar 14-18 maí verður beltaafhending á æfingu fyrir þá sem stóðust kröfurnar.
Ef það vakna spurningar sendið þá á helgiflex@gmail.com