Fréttir

Taekwondo | 1. janúar 2016

Ástrós íþróttakona Keflavíkur og Reykjanesbæjar, Ágúst taekwondomaður ársins

Ástrós Brynjarsdóttir var valin íþróttakona Keflavíkur og íþróttkona Reykjanesbæjar. Þetta er i 3. sinn sem Ástrós er valin íþróttakona Keflavíkur. Þetta er einnig í 3. sinn sem hún er valin íþróttamaður Reykjanesbæjar en í ár var í fyrsta sinn valið íþróttakarl og íþróttakonu Reykjanesbæjar. Íþróttakarl Keflavíkur og Reykjanesbæjar var valinn Kristófer Sigurðsson sundmaður. Ágúst Kristinn Eðvarðsson var valinn taekwondo karl ársins hjá Keflavík og taekwondosambandinu. Einnig var taekwondo svartbeltingurinn og þjálfarinn Ægir Már Baldvinsson valinn judomaður Njarðvíkur og Reykjanesbæjar, en hann æfir einnig judo. Deildin er mjög stolt af þessum góða árangri sem okkar fólk hefur náð á árinu ásamt þeim viðurkenningum sem það fær.