Fréttir

Taekwondo | 24. janúar 2009

Annað mót TSH bikarmótaraðarinnar verður haldið helgina 31. janúar-1. febrúar.

Annað mót TSH bikarmótaraðarinnar 2008-2009 verður haldið helgina 31. janúar-1. febrúar. Samhliða því verður haldið mót í Barnabikar TSH, en allir barnaflokkar tilheyra því móti. Mótið er haldið í Keflavík í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Húsið opnar kl. 9.00 á laugardeginum og hefst keppni kl. 10.00. Á sunnudeginum opnar húsið kl. 8 og hefst keppni kl. 9.00. Keppt verður í fullorðins- og barnaflokkum í kyorugi og poomsae.

Laugardagur: Barnabikar TSH

Á laugardeginum verður byrjað á keppni í barnaflokkum í poomsae og er flokkaskiptingin eftirfarandi:
1. flokkur: 10.-9. geup
2. flokkur: 8.-7. geup
3. flokkur: 6.-5. geup
4. flokkur: 4. geup og yfir
Þeir keppendur sem ná fimm hæstu einkunnum í hverjum flokki komast áfram í úrslit.
Keppni í barnaflokkum í kyorugi hefst svo að poomsae keppni lokinni. Flokkaskipting verður tilgreind á keppnisstað. Börn munu keppa 2x1 mínútna bardaga með 15 sekúndna hvíld á milli lota. Kyorugi keppnin er útsláttarkeppni.

Sunnudagur: TSH bikarmót

Á sunnudeginum verður byrjað á keppni í fullorðinsflokkum í poomsae og er flokkaskipting eftirfarandi:
1. flokkur: 10.-5.geup
2. flokkur: 4. geup og yfir
Þeir keppendur sem ná fimm hæstu einkunnum í hverjum flokki komast áfram í úrslit.

Að lokinni kepni í poomsae verður byrjað á keppni í fullorðinsflokkum í kyorugi. Flokkaskipting verður tilgreind á keppnisstað. Fullorðnir keppa 2x2 mínútna bardaga með 30 sekúndna hvíld á milli lota. Kyorugi keppnin er útsláttarkeppni. Rafrænar brynjur verða að einhverju leiti notaðar við dómgæslu í sumum flokkum og ræðst það á keppnisstað.