Fréttir

Taekwondo | 27. ágúst 2014

Æfingatafla fyrir önnina er komin (drög)

Hér eru drög að æfingatöflu taekwondo deildar Keflavíkur 2014-2015. Tímatafla gæti breyst á önninni.

Til útskýringa þá eru hér góð viðmið.

6-7 ára eru á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl 16:10

8-9 ára byrjendur eða með lægra en rautt belti - mánudaga og miðvikudaga kl 17. Þriðjudaga og föstudaga kl 16:10. Standa einnig til boða að koma á þriðjudögum og föstudögum kl 18 í blönduðum hóp. Þemaæfingar verða öðru hverju, það er auglýst á facebook síðu deildarinnar.

10-11 ára byrjendur eða með lægra en rautt belti - mánudaga og miðvikudaga kl 18. Þriðjudaga og föstudaga kl 16:10. Standa einnig til boða að koma á þriðjudögum og föstudögum kl 18 í blönduðum hóp. Þemaæfingar verða öðru hverju, það er auglýst á facebook síðu deildarinnar. Morgunæfingar eru í 7 vikur á álagstíma vegna móta, auglýst síðar á facebook.

10-11 ára rautt belti og hærra - mánudaga og miðvikudaga kl 18. Þriðjudaga og föstudaga kl 17-19 (tvöföld æfing). Morgunæfingar eru í 7 vikur á álagstíma vegna móta, auglýst síðar á facebook.

12 ára og eldri. Mánudaga og miðvikudaga kl 19. Þriðjudaga og föstudaga kl 17-19 (tvöföld æfing). Þemaæfingar verða öðru hverju, það er auglýst á facebook síðu deildarinnar. Morgunæfingar eru í 7 vikur á álagstíma vegna móta, auglýst síðar á facebook.

Byrjendanámskeið er hugsað fyrir 30 ára og eldri en getur líka átt við allan aldur sem vill fara á rólegri hraða í grunnfærni í íþróttinni. 

Námskeið (Sjálfsvörn) er 6 vikna námskeið í sjálfsvörn.