Fréttir

Taekwondo | 4. júní 2012

Æfingar í sumar og unglingalandsmót

 

Æfingar í sumar verða á mánudögum, miðvikudögum og suma föstudaga kl 18-18:15 Æfingar verða að síðustu helginni í júlí. Æfingarnar verða í Myllubakkaskóla en iðkendur skulu mæta með útiföt þar sem stundum verður farið út.  Sumaræfingarnar kosta 4.000kr, borgað á æfingu eða millifært á 0142-05-00376 kt 0212863709
 
Æfingarnar eru aðallega fyrir 11 ára og eldri iðkendur, en 8-10 ára eru líka velkomnir. Við minnum yngri aldurshópa þó sérstaklega á sumarnámskeiðið sem verður 7-22 júní á daginn. Nánar um sumarnámskeiðið má sjá hér.  Foreldrar og eldri stystkyni þeirra sem fara á sumarnámskeiðið geta mætt á allar kvöldæfingarnar án greiðslu. Það eru æfingar í taekwondo, judo, brazilian jiu jitsu og ketilbjöllum. 
 
Á þriðjudögum og fimmtudögum kl 18 verður svo útiþrek (ketilbjöllur). Þær æfingar eru fyrir 15 ára+ og eru innifaldar í gjöldunum fyrir sumaræfinganar en þarf að skrá sig sérstaklega á þær æfingar. Skráning á þrekið er á helgiflex@gmail.com
 
Taekwondo verður hluti af unglingalandsmótinu á Selfossi 3-5 ágúst (verslunarmannahelgin). Keppt verður í taekwondo á föstudeginum 3. ágúst. Svo verða hellingur af keppnisgreinum sem allir geta tekið þátt í óháð því hvort þeir æfi, t.d. frjálsar íþróttir, glíma og margt margt fleira. Mótið er fyrir 11-18 ára. Nánari upplýsingar hérna