Fréttir

Taekwondo | 17. júní 2015

Æfingabúðir og sleepover á föstudag

Á föstudag verða æfingabúðir í Keflavík. Æfingabúðirnar eru hluti í undirbúningi fyrir EM og eru opnar fyrir alla sem eru cadet eða junior (12 ára og eldri á árinu). Það kostar ekkert að vera með en það verður tekið á móti frjálsum framlögum sem rennur óskipt til EM keppendanna. Á föstudagskvöldinu verða einnig keppnisæfingar þar sem við óskum eftir að fá eins marga áhorfendur og hægt er. Það verður frá kl 19-21. ATH að matur er EKKI innifalinn í æfingabúðunum og iðkendur koma með slíkt sjálfir.

Dagskrá

Föstudagur
18:30 - Sparring upphitun og klætt sig í hlífar (iðkendur gera sig klára sjálfir). Mæta í dobok og með allar hlífar.

19 - 20 - Sparring lotur. Fólk hvatt til að fjölmenna sem áhorfendur, taka myndir og hvetja. Tekið á móti frjálsum framlögum í bauk.
19:30 - Poomsae upphitun (iðkendur gera sig klára sjálfir). Mæta í dobok. 
20-21 - Keppnispoomsae. Fólk hvatt til að fjölmenna sem áhorfendur, taka myndir og hvetja. Tekið á móti frjálsum framlögum í bauk.
21-23 - Video og kvöldvaka
23 - ljós slökkt og farið að sofa

Laugardagur

9 - Ræs og morgunmatur
10 - Poomsae tækniæfing, dobok
11 - Sparring tækniæfing, nobok
12:30 - Sundferð
14:30 - Heimferð

Iðkendur þurfa að koma með

Mat (iðkendur sjá sjálf um kvöldmat, morgunmat og nasl)
Vatn
Dýnu
Svefnpoka
Tannbursta
Dobok
Hlífar (sparring)
Sundföt og handklæði
Íþróttaföt
Æfingadagbók
Góða skapið